Limmósínukostnaður landstjóra í Íslandsferð talinn forkastanlegur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 10:47 Simon og Fraser eiginmaður hennar við lendinguna á Reykjavíkurflugvelli 12. október í fyrra. Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Kanadíski landstjórinn Mary Simon eyddi rúmum sjö milljónum í limmósínufyrirtæki í fjögurra daga ferð á Íslandi. Í heildina kostaði ferðin þrjátíu milljónir króna fyrir níu manns. Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt. Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Það voru CTF, samtök skattgreiðenda í Kanada, sem uppljóstruðu um kostnað við ferð Simon samkvæmt kanadíska dagblaðinu National Post. Franco Terrazzano, framkvæmdastjóri CTF, sagði bílakostnaðinn forkastanlegan og benti á ódýrara hefði verið að kaupa nýjan BMW, keyra hringinn í kringum Ísland og skilja hann eftir á flugvellinum. Landstjórinn Mary Simon kom hingað ásamt átta manna fylgdarliði þann 12. október árið 2022 til að vera viðstödd norðurslóðaráðstefnuna Arctic Circle í Hörpu. Í fylgdarliðinu voru Whit Fraser eiginmaður Simon, Ian McCowan ritari, Stewart Wheeler fyrrverandi sendiherra á Íslandi, Heidi Kutz framkvæmdastjóri norðurslóðamála og fjórir starfsmenn. Öll dagskráin í fimm kílómetra radíus Kostnaður kanadíska ríkissjóðsins við ferðina var 298 þúsund dollarar, eða 30 milljónir króna. Þar af voru 11,5 milljónir í hótelkostnað og 7,1 milljón í bílakostnað hjá Icelimo Luxury Travel, sem sérhæfir sig í lúxusbifreiðum. Í tölunum kemur reyndar fram að Icelimo hefði fengið 650 þúsund fyrir aukaferð til Íslands þann 29. ágúst til 1. september sama ár. Simon og fylgdarlið hennar kostuðu kanadíska skattgreiðendur 30 milljónir króna vegna ferðarinnar á Arctic Circle. Hér er hún með Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta.Sgt Mathieu St-Amour, Rideau Hall, OSGG-BSGG Ottawa, Ontario, Ca Hópurinn dvaldi á Hótel Borg. CTF bendir á að ráðstefnuhúsið Harpa, þar sem öll dagskrá Arctic Circle fór fram, sé í átta mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Á dagskrá Simon voru einnig viðburðir í Háskóla Íslands, Borgarbókasafninu og Fossvogskirkjugarði, allt í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá hótelinu. En þetta voru meðal annars fundur með Guðna Th. Jóhannessyni forseta, fundur með Alar Karis Eistlandsforseta og Hákoni krónprins Noregs og minningarathöfn fallinna kanadískra hermanna í seinni heimstyrjöldinni. Hafi reynt að eyða peningum „Það lítur út fyrir að Simon og búrókratar af hennar tagi leggi sig fram við að eyða eins miklum peningum og hægt er,“ sagði Terrazzano um þessa ferð landstjórans. Þá var greint frá því að í flugferðinni, frá Ottawa til til Reykjavíkur, hefði hópurinn fengið sér nautapottrétt með kartöflumús og skyrbúðing með jarðarberjasósu í eftirrétt.
Kanada Hringborð norðurslóða Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent