Gagnrýnir gestgjafaverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar: „Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júlí 2023 15:06 Aðsend/Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skaut föstum skotum á Bjarnheiði Hallsdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, og á Góða gestgjafa, nýtt samstarfsverkefni sem er meðal annars á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar, í Facebook færslu sem hún birti í dag. Sólveig skrifar í Facebook færslu um verkföll hótelstarfsmanna fyrr á árinu og viðbrögð samtaka ferðaþjónustunnar, sér í lagi Bjarnheiðar, við því. „Henni datt ekkert annað í hug en að sturlast úr frekju og bræði þegar að ljóst var að vinnuaflið sem að hún vill láta arðræna á hótelum borgarinnar var tilbúið til að nota lögvarinn rétt sinn og leggja niður störf.“ Auk þess sakar Sólveig Bjarnheiði um lygar í tengslum við verkföllin. „Hún laug því líka að leggði félagsfólk Eflingar niður störf, sem eru þeirra stjórnarskrárvörðu grundvallar-mannréttindi, myndi verðbólgan aukast og að fólk yrði atvinnulaust.“ Sakar Bjarnheiði um þjófnað á þjóðareign Þá beinir hún athyglinni að verkefninu Góðir gestgjafar, sem er meðal annars í umsjá samtaka ferðaþjónustunnar. „Nú ætlar Bjarnheiður að lokka okkur öll til að auglýsa fallega landið okkar fyrir hana. Vill gera okkur öll að „gestgjöfum“ í gróða-veislu hennar og félaga hennar,“ segir í færslunni. „Og þetta ætlar hún að gera með algjörlega veruleikafirrtum stjórnvöldum sem eru því sem næst umboðslaus með öllu eftir svik, pretti, lygar og síðast en ekki síst þjófnað á þjóðareign okkar í þágu vina og vandamanna,“ bætir hún við. „Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi. Þetta er svo ruglað að það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessu. Vonandi fer þetta skíta-verkefni beint á ruslahauginn þar sem það á heima,“ endar Sólveig á að segja. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan. Nýju samstarfsverkefni, Góðir gestgjafar, var hleypt af stokkunum á föstudaginn. Markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að njóta þess mikilvæga hlutverks að vera gestgjafar og þeirra margvíslegu gæða sem því fylgja. Samtök ferðaþjónustunnar, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Ferðamálastofa, Íslenski ferðaklasinn og áfangastaðastofur landshlutanna sem standa að baki verkefninu. Ferðamennska á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sólveig skrifar í Facebook færslu um verkföll hótelstarfsmanna fyrr á árinu og viðbrögð samtaka ferðaþjónustunnar, sér í lagi Bjarnheiðar, við því. „Henni datt ekkert annað í hug en að sturlast úr frekju og bræði þegar að ljóst var að vinnuaflið sem að hún vill láta arðræna á hótelum borgarinnar var tilbúið til að nota lögvarinn rétt sinn og leggja niður störf.“ Auk þess sakar Sólveig Bjarnheiði um lygar í tengslum við verkföllin. „Hún laug því líka að leggði félagsfólk Eflingar niður störf, sem eru þeirra stjórnarskrárvörðu grundvallar-mannréttindi, myndi verðbólgan aukast og að fólk yrði atvinnulaust.“ Sakar Bjarnheiði um þjófnað á þjóðareign Þá beinir hún athyglinni að verkefninu Góðir gestgjafar, sem er meðal annars í umsjá samtaka ferðaþjónustunnar. „Nú ætlar Bjarnheiður að lokka okkur öll til að auglýsa fallega landið okkar fyrir hana. Vill gera okkur öll að „gestgjöfum“ í gróða-veislu hennar og félaga hennar,“ segir í færslunni. „Og þetta ætlar hún að gera með algjörlega veruleikafirrtum stjórnvöldum sem eru því sem næst umboðslaus með öllu eftir svik, pretti, lygar og síðast en ekki síst þjófnað á þjóðareign okkar í þágu vina og vandamanna,“ bætir hún við. „Þvílík skömm, þvílíkt siðleysi. Þetta er svo ruglað að það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessu. Vonandi fer þetta skíta-verkefni beint á ruslahauginn þar sem það á heima,“ endar Sólveig á að segja. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan. Nýju samstarfsverkefni, Góðir gestgjafar, var hleypt af stokkunum á föstudaginn. Markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að njóta þess mikilvæga hlutverks að vera gestgjafar og þeirra margvíslegu gæða sem því fylgja. Samtök ferðaþjónustunnar, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Ferðamálastofa, Íslenski ferðaklasinn og áfangastaðastofur landshlutanna sem standa að baki verkefninu.
Ferðamennska á Íslandi Stéttarfélög Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira