Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2023 22:30 Kona heldur dagblaði yfir sér til að skýla sér frá sólinni í miðborg Los Angeles í dag. AP Photo/Damian Dovarganes Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú. Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið að undanförnu og veður- og loftslagssérfræðingar lýst yfir miklum áhyggjum vegna aukinna öfga í veðri. Í Suður-Kóreu hafa hamfararigningar fallið þar níu daga í röð með skelfilegum afleiðingum. Ár hafa flætt yfir bakka sína og aurskriður fallið á byggð með þeim afleiðingum að minnst 40 hafa tínt lífi, annar eins fjöldi slasast og minnst tíu þúsund flúið heimili sín. Í Japan náði hitinn víða 40 stigum í dag og í norðvesturhluta Kína mældist hitinn mestur 52,2 gráður. Á austurströndinni reið yfir hitabeltisstormur með tilheyrandi rigningum og flóðum. Enn ein hitabylgjan er þá á leið yfir Evrópu og ekkert lát er á skógareldum sem logað hafa víða, til að mynda á Grikklandi, Króatíu, Sýrlandi og La Palma, þar sem þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Heimamenn farnir að kvarta Í Róm, eins og öðrum borgum, hafa ferðamenn beitt ýmsum ráðum til að kæla sig niður, til dæmis með því að baða sig í brunnum. „Það er vel heitt, maður finnur vel að maður svitnar og er eldrauður í framan,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, íslenskur ferðamaður í Róm, í samtali við fréttastofu. Hitinn varð þar mestur 38 stig í dag en á að fara upp í allt að 44 á morgun. Kjartan segist hafa rætt við kaupmann í morgun sem segist aldrei hafa kynnst öðrum eins hita í borginni. „Þegar heimamaðurinn er farinn að kvarta er þetta óvenjulega heitt. Maður sér alla með vatnsflösku og labba skuggamegin í götunum“ Varla hægt að stíga út Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Gróðureldar hafa geisað í Kaliforníu eins og víðar og í hinum alræmda Dauðadal mældist hitinn 52 gráður í gær. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið ár fyrir okkur hér út af því að í byrjun árs rigndi svo ótrúlega mikið,“ segir Alexandra , en hún er búsett í Los Angeles í Kaliforníu. Varla hafi sést sólina í upphafi árs. Heimamenn hafi kvartað fyrir minna en mánuði yfir slæmu veðri. Núna sé hitinn það mikill að varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar. „Flestir flytja til LA fyrir veðrið, það var alltaf mildasta veðrið hér. Það var hvorki of heitt né of kalt en mér hefur fundist það hafa breyst.“ Meiri öfgar séu í veðrinu í Los Angeles en nokkru sinni fyrr. Alexandra segir það góða við að búa í Bandaríkjunum að loftkæling innandyra sé góð. Varla sé hægt að stíga út fyrir dyrnar vegna hitans nú.
Veður Bandaríkin Ítalía Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent