Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2023 20:15 Frá því samkomulag Sameinuðu þjóðanna með milligöngu Tyrkja var gert um útflutning á korni og ánburði frá Úkraínu var gert í fyrra haust hafa milljónir tonna af korni borist þaðan til ríkja víðs vegar um heim. Nú hafa Rússar gert stórfellda loftárás á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu. AP/Vadim Ghirda Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum að Odessa í nótt. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Drónar og eldflaugar sem komust í gegn ollu töluverðu tjóni á hafnarsvæðinu í borginni, sem er stærsta útflutningshöfn Úkraínu. Sprengingarnar ollu einnig skemmdum á stóru fjölbýlishúsi í Odessa. Kona sem býr í húsinu lýsir árásinni svona: „Ég var að horfa á sjónvarpið og gluggarnir þeyttust á rúmið við hliðina á mér. Sírenan fór allt í einu í gang og svo gerðist það. Rúðurnar lentu þarna og gluggapóstarnir þarna. Bíllinn var allur í klessu," sagði konan þar sem hún stóð í gluggakarmi. Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Rússa ljúga því að Vesturlönd hafi bannað útflutning þeirra á korni og annarri matvöru og þess vegna hafi þeir slitið samkomulaginu um útflutning Úkraínumanna. „Það er ljóst að Rússar halda áfram að nota mat sem hernaðarvopn. Að þessu sinni bitna áhrifin ekki aðeins á Úkraínumönnum heldur einnig á heimsframboði á mat og verði. 65% þessara sendinga hafa farið til viðkvæmustu landa og þjóða heims. Heimsbyggðin á ekki að láta nýjustu lygar Moskvu blekkja sig.," segir Miller. Úkraína hefur verið kölluð ein af brauðkörfum heimsins. Korn þaðan skiptir miklu máli fyrir fæðuöryggi margra fátækustu landa Afríku og Asíu.AP Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Bretland hafi greitt götu útflutnings Rússa á matvælum. Þeir hafi hagnast mikið á þeim útflutningi síðast liðið ár en reyni að þrýsta á Vesturlönd að aflétta öðrum refsiaðgerðum sem bíti á þá. Leo Varadkar forseti Írlands heimsótti Volodymyr Zelenski forseta Úkraínu í Kænugarði í dag og ítrekaði stuðningi Íra við Úkraínu.AP/Clodagh Kilcoyne Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir hins vegar að herða þurfi refsiaðgerðirnar. Rússar fái enn íhluti í eldflaugar frá Vesturlöndum og dróna frá Íran sem geri þeim kleift að fremja hryðjuverk í Úkraínu. „Þeir nota íhluti frá löndum hins frjálsa heims. Allar slíkar staðreyndir styðja rök okkar fyrir því að núverandi refsiagðerðir og þrýstingur gegn Rússlandi dugar ekki. Ríki heimsins verða að takmarka viðskiptatengsl við hryðjuverkaríkið svo að enga íhluti frá hinum frjálsa heimi verði hægt að nota til hryðjuverka," segir forseti Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum að Odessa í nótt. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Drónar og eldflaugar sem komust í gegn ollu töluverðu tjóni á hafnarsvæðinu í borginni, sem er stærsta útflutningshöfn Úkraínu. Sprengingarnar ollu einnig skemmdum á stóru fjölbýlishúsi í Odessa. Kona sem býr í húsinu lýsir árásinni svona: „Ég var að horfa á sjónvarpið og gluggarnir þeyttust á rúmið við hliðina á mér. Sírenan fór allt í einu í gang og svo gerðist það. Rúðurnar lentu þarna og gluggapóstarnir þarna. Bíllinn var allur í klessu," sagði konan þar sem hún stóð í gluggakarmi. Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Rússa ljúga því að Vesturlönd hafi bannað útflutning þeirra á korni og annarri matvöru og þess vegna hafi þeir slitið samkomulaginu um útflutning Úkraínumanna. „Það er ljóst að Rússar halda áfram að nota mat sem hernaðarvopn. Að þessu sinni bitna áhrifin ekki aðeins á Úkraínumönnum heldur einnig á heimsframboði á mat og verði. 65% þessara sendinga hafa farið til viðkvæmustu landa og þjóða heims. Heimsbyggðin á ekki að láta nýjustu lygar Moskvu blekkja sig.," segir Miller. Úkraína hefur verið kölluð ein af brauðkörfum heimsins. Korn þaðan skiptir miklu máli fyrir fæðuöryggi margra fátækustu landa Afríku og Asíu.AP Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og Bretland hafi greitt götu útflutnings Rússa á matvælum. Þeir hafi hagnast mikið á þeim útflutningi síðast liðið ár en reyni að þrýsta á Vesturlönd að aflétta öðrum refsiaðgerðum sem bíti á þá. Leo Varadkar forseti Írlands heimsótti Volodymyr Zelenski forseta Úkraínu í Kænugarði í dag og ítrekaði stuðningi Íra við Úkraínu.AP/Clodagh Kilcoyne Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir hins vegar að herða þurfi refsiaðgerðirnar. Rússar fái enn íhluti í eldflaugar frá Vesturlöndum og dróna frá Íran sem geri þeim kleift að fremja hryðjuverk í Úkraínu. „Þeir nota íhluti frá löndum hins frjálsa heims. Allar slíkar staðreyndir styðja rök okkar fyrir því að núverandi refsiagðerðir og þrýstingur gegn Rússlandi dugar ekki. Ríki heimsins verða að takmarka viðskiptatengsl við hryðjuverkaríkið svo að enga íhluti frá hinum frjálsa heimi verði hægt að nota til hryðjuverka," segir forseti Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20