Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2023 11:36 Í dag verður Vigdíarvallaleið opnuð að gosinu. Þar er þó engin merkt gönguleið og gangan talsvert erfiðari en frá Suðurstrandavegi. Vísir/Arnar Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Virknin í eldgosinu er stöðug og má segja að nokkuð rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt. Hraunrennslið er þá komið í gamla farveginn á ný og krafturinn í gosinu orðinn sá sami og hann var áður en gígurinn hrundi. „Við lokuðum þarna inn á svæðið klukkan fimm í gærdag. Veðurspáin var okkur óhagstæð. Hún gekk reyndar ekki alveg eftir en það var lágskýjað á svæðinu. Nóttin var nokkuð tíðindalítil. Einhverjir göngumenn urðu þreyttir og þurftu aðstoð niður en annars gekk okkar starf mjög vel,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Aðstæður við gosstöðvarnar séu töluvert betri í dag en í gær. Er í undirbúningi að opna aðrar gönguleiðir að gosstöðvunum? „Vigdísarvallaleið hefur verið nefnd og við komum til með að opna þá leið en vek athygli á því að þar eru ekki stikaðar gönguleiðir og lögregla og björgunarsveitir ekki með viðbúnað eða viðbragð. Eftir sem áður mælum við með þeirri leið sem þegar er í notkun frá Suðurstrandavegi,“ segir Úlfar. Vigdísarvallaleið verður opnuð göngumönnum í dag. Leiðin er talsvert styttri en sú frá Suðurstrandavegi. Þrátt fyrir að ferðin þaðan sé löng sé fátítt að fólk slasist á leiðinni. „Hún er einföld þrátt fyrir að það taki tíma að labba þessa leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kerfið í heild sinni,“ segir Úlfar. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé ekki vænleg leið fyrir túrista að fara, til að mynda erlenda túrista. Ef við lendum í vandræðum með þessa leið þurfum við auðvitað að endurskoða stöðuna, hvort við eigum að halda henni opinni eða ekki.“ Vigdísarvallaleið verður opnuð í dag, leiðin er ekki stikuð en á kortinu má sjá hvar Vigdísarvellir og Vigdísarvallavegur eru.vísir
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19. júlí 2023 16:56