„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 17:41 Tómas hefur gengið um svæðið margoft, meðal annars árið 2021 þegar hann gekk að eldgosinu í Geldingadölum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira