„Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 23:00 Rútan og sendiferðabíllinn voru komin ansi nálægt og allt í hnút þar til Kristján mætti. Kristján Söebeck Smiður skarst í leikinn á gatnamótum Túngötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur í gær í pattstöðu á milli rútubílstjóra og bílstjóra sendiferðabíls, en hvorugt vildi hleypa hinu áfram sína leið. Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“ Umferð Reykjavík Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Kristján Söebeck, smiður, segir í samtali við Vísi að töluverð röð af bílum hafi verið komin fyrir aftan hann, í raun alla leið upp að Landakotsspítala, en Kristján var fyrsti maður á vettvang. „Leiðsögumaður rútunnar var búinn að rölta yfir til bílstjórans og biðja hana um að færa sig. Hún var ekki til í það, enda átti hún réttinn. Þannig ég rölti bara yfir til hennar og segi við hana: „Leysum við þetta ekki bara í góðu?“ og benti henni á að það væri komin ansi myndarleg röð fyrir aftan okkur,“ segir Kristján. Hann segir bílstjóra sendiferðabílsins eðli málsins samkvæmt hafa verið pirraða. Henni hafi þótt rútubílstjórinn ansi frekur á plássið og þar að auki í augljósum órétti þar sem biðskyldumerki er hans megin á gatnamótunum. „Henni þótti þetta helvítis frekja. Ég veit ekki hvernig þetta bar að, hvort hann hafi keyrt fyrir hana eða hvað, ég var bara á fyrsta bílnum sem kemur þarna að og þurfti að komast mína leið. En hún var til í að færa sig og þurfti bara rétt að færa hann upp á gangstéttina og þá komst rútan í burtu. Myndin er svolítið táknræn um þröngar götur í Reykjavík.“ Harka á Íslandi Hann segist hafa ferðast á rútu á Kanaríeyjum og segir þar allt annað uppi á teningnum. Þar bakki rútubílstjórar bara með bros á vör og færi sig þegar þurfa þykir. „Hérna er bara harkan, ég á réttinn. Allir lenda í þrengingum einhversstaðar og alltaf þarf maður að bakka út úr þrengingum til að leysa málið. Ég veit ekkert hvað fararstjórinn sagði við hana en hann náði engum árangri með hana og allt í hnút. Þetta hefst allt með góðmennskunni, það hef ég alltaf sagt og það gerði það í þetta skiptið.“ Kristján segist stundum furða sig á umferðarmenningunni á Íslandi. Hann hafi sjálfur aldrei lent í árekstri en furðar sig á aksturslagi sumra í umferðinni. „Ég blóta alveg í sand og ösku mörgum í umferðinni hvað þeir geta verið að svína fyrir mann og verið á vinstri akrein og dólað sér og færa sig ekki yfir á hægri ef þeir vilja dóla sér. Það er mesti bölvaldurinn í akstrinum í dag í Reykjavík. Það er eins og þeir geri í því að búa til smá leiðindi á vinstri.“
Umferð Reykjavík Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira