Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2023 20:30 Knútur Ármann og Helena, eigendur Friðheima í Bláskógabyggð, sem eru alsæl með ferðasumarið 2023 og nýju Vínstofuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira