Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2023 20:30 Knútur Ármann og Helena, eigendur Friðheima í Bláskógabyggð, sem eru alsæl með ferðasumarið 2023 og nýju Vínstofuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Friðheimar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins enda við Gullna hringinn. Á síðasta ári komu þangað um 280 þúsund ferðamenn og það met verður örugglega slegið í ár. 15% gesta eru Íslendingar. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar, sem gestir fá að smakka og svo er tómatsúpa veitingastaðarins með brauði, sem slær alltaf í gegn. 80 starfsmenn vinna í Friðheimum. Friðheimar er mjög vinsæll ferðamannastaður í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera met sumar og búin að vera ótrúleg veðurblíða núna í júlí, þannig að hér er búið að vera mikið líf og mikið fjör. Við erum bara orðin þannig að við erum fullbókuð frá miðjum febrúar og fram í miðjan nóvember og það er bara mjög þægilegt því það er gott að vinna út frá því,” segir Knútur Rafn Ármann, eigandi Friðheima. „Já, eða þannig séð, það þarf bara að bóka með góðum fyrirvara,” segir Knútur. Það er meira og minna allt fullt af ferðamönnum í Friðheimum alla daga vikunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný og glæsileg Vínstofa Friðheimafjölskyldan opnaði nýlega Vínstofu, nýjan og glæsilegan veitingastað inn í elsta gróðurhúsinu, sem var byggt 1976. Þar eru líka þrjú fundarherbergi, svið, glæsileg bókahilla og 50 ára gömul vínberjaplanta og veitingar og drykkir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er þyngsti bar landsins, ég fullyrði það, um 10 tonn úr grjóti hérna í sveitinni,“ segir Knútur stoltur af nýja barnum og Vínstofunni. Nýja Vínstofan hefur heldur betur slegið í gegn í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er sumarið ekki búið að vera algjör klikkun? „Nei, nei, það fer bara vel af stað, það er bara virkilega gaman. Ef það væri ekki mikið að gera núna, þá veit ég ekki hvenær ætti að vera mikið að gera,” segir Helena Hermundardóttir, eigandi Friðheima hlægjandi. „Það gengur rosalega vel hjá okkur því það er búið að vera alveg óstöðvandi traffík hjá okkur frá því að við opnuðum fyrir þremur vikum síðan og skemmtilegast er hvað það er búið að koma mikið af fólki úr sveitinni. Sérstaklega úr bústöðum, frá tjaldsvæðinu í Reykholti og hótelinu hérna, sem er bara rétt handan við hornið,” segir Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar. „Við höfum oft komið hérna og nýja Vínstofan er frábær viðbót hér,” segir Björn Víglundsson gestur í Friðheimum. Björn Víglundsson gestur í Friðheimum, sem er yfir sig hrifin af nýju Vínstofunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur hérna finnst þetta algjörlega frábært og munum koma hingað oft aftur. Ég verð hér næstu daga á nýja barnum”, segir Helga Árnadóttir, skellihlæjandi gestur í Friðheimum. Helga Árnadóttir, gestur í Friðheimum segir nýja Vínstofuna algjörlega frábæra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristján Geir Gunnarsson tengdasonur Knúts og Helenu og umsjónarmaður nýju Vínstofunnar, ásamt kærustu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira