Dæmd úr leik fyrir að neita að taka í höndina á Rússa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2023 13:46 Olga Kharlan hefur lokið keppni á HM í skylmingum. getty/Sebastian Frej Úkraínsk skylmingakona var dæmd úr leik á HM fyrir að neita að taka í höndina á rússneskum mótherja sínum. Olga Kharlan varð fyrsti keppandinn í skylmingum frá Úkraínu til að mæta rússneskum eða hvít-rússneskum keppanda frá innrás Rússa í Úkraínu í fyrra. Kharlan vann viðureignina gegn hinni rússnesku Önnu Smirnova, 15-7. Eftir leikinn neitaði Kharlan hins vegar að taka í höndina á Smirnovu. Þær slógu bara sverðunum saman. „Skilaboðin í dag voru að við, úkraínskt íþróttafólk, er tilbúið að mæta Rússum í kappleikjum en við munum aldrei taka í höndina á þeim,“ sagði Kharlan. Smirnova brást ókvæða við þessu útspili Kharlans og settist niður í 45 mínútur til að mótmæla framferði Kharlans. Það að vilja ekki taka í spaðann á Smirnovu reyndist Kharlan hins vegar dýrt því hún var dæmd úr leik á HM. Í skylmingum þurfa mótherjar að takast í hendur eftir leik og ekki er nóg að slá sverðunum saman eins. Kharlan er ein fremsta skylmingakona heims en hún hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari og fjórum sinnum Ólympíumeistari. Skylmingar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton dáinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Olga Kharlan varð fyrsti keppandinn í skylmingum frá Úkraínu til að mæta rússneskum eða hvít-rússneskum keppanda frá innrás Rússa í Úkraínu í fyrra. Kharlan vann viðureignina gegn hinni rússnesku Önnu Smirnova, 15-7. Eftir leikinn neitaði Kharlan hins vegar að taka í höndina á Smirnovu. Þær slógu bara sverðunum saman. „Skilaboðin í dag voru að við, úkraínskt íþróttafólk, er tilbúið að mæta Rússum í kappleikjum en við munum aldrei taka í höndina á þeim,“ sagði Kharlan. Smirnova brást ókvæða við þessu útspili Kharlans og settist niður í 45 mínútur til að mótmæla framferði Kharlans. Það að vilja ekki taka í spaðann á Smirnovu reyndist Kharlan hins vegar dýrt því hún var dæmd úr leik á HM. Í skylmingum þurfa mótherjar að takast í hendur eftir leik og ekki er nóg að slá sverðunum saman eins. Kharlan er ein fremsta skylmingakona heims en hún hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari og fjórum sinnum Ólympíumeistari.
Skylmingar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton dáinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira