Umfjöllun: Keflavík - FH 2-3 | Fyrirliðinn sá til þess að FH komst aftur á sigurbraut Hinrik Wöhler skrifar 31. júlí 2023 21:10 VÍSIR/HULDA MARGRÉT FH marði Keflavík í kaflaskiptum leik á HS Orku vellinum í Bestu deild karla í kvöld. Leikurinn endaði 3-2 þar sem fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir þrjú töp í röð náði FH loks að sigra og lyftir sér upp í fjórða sætið í Bestu deild karla en Keflavík vermir botnsætið sem áður. Gestirnir komu mun beittari til leiks og pressuðu hátt. Fyrsta færið kom eftir fimm mínútuna leik þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk boltann hægra megin og vippaði boltanum laglega á fjærstöngina. Þar kom Úlfur Ágúst Björnsson á ferðinni en honum brást bogalistin og skallaði í stöngina í sannkölluðu dauðafæri. FH hélt áfram að sækja og aðeins rúmlega mínútu síðar kom Vuk Oskar Dimitrijevic með lágan bolta inn í teig þar sem Kjartan Henry Finnbogason náði að pota boltanum á samherja sinn Björn Daníel Sverrisson. Sá síðastnefndi smellhitti boltann í fyrstu snertingu og setti hann undir Mathias Rosenorn í marki Keflavíkur. Gestirnir komnir yfir í Keflavík. Leikurinn róaðist aðeins eftir markið og þegar leið á fyrri hálfleik náðu heimamenn að ýta liðinu aðeins ofar án þess þó að skapa sér almennileg færi. Kjartan Henry Finnbogason fékk ágætis færi inn í markteig Keflavíkur eftir sendingu frá Vuk Oskar á 26. mínútu en náði ekki skoti á markið. Það leit allt út fyrir að FH færi með eins marks forystu inn í hálfleik en Úlfur Ágúst Björnsson var ekki á sama máli. Enn og aftur var það Vuk Oskar sem var með boltann á vinstri vængnum og fann Úlf Ágúst sem kláraði færið snyrtilega framhjá varnarmönnum Keflavíkur og þaðan í netið. Úlfur að skora sitt sjöunda mark í sumar í deildinni og sitt síðasta á tímabilinu en hann er á leið til Bandaríkjanna í nám eftir þennan leik. Það benti ekki mikið til þess að Keflavík myndi ná að koma til baka í seinni hálfleik. Á 61. mínútu tók Sindri Kristinn Ólafsson útspark frá marki FH og í kjölfarið gerði Logi Hrafn Róbertsson afdrifarík mistök þegar hann gaf boltann á Frans Elvarsson. Frans var fljótur að átta sig og kom boltanum á Stefan Ljubicic sem lék á varnarmenn FH og lagði boltann í fjærhornið. Stefan að gefa Keflavík líflínu í leiknum. Heimamenn voru hvergi hættir og Sami Kamel komst einn í gegn skömmu síðar eftir langa sendingu en Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, gerði vel og sá við honum. Bæði lið skiptu nýjustu leikmönnum sínum inn á þegar leið á síðari hálfleik. Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen komu inn á fyrir FH. Úkraínumaðurinn, Robert Hehedosh, kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Keflavík. Aðeins örfáum andartökum eftir að Robert Hehedosh kom inn á náði hann skoti inn í vítateig sem Sindri Kristinn varði út í teiginn og þar hafði Sami Kamel betur við svifaseina varnarmenn FH og negldi knettinum í markið. Staðan orðin jöfn í Keflavík þegar sex mínútur voru eftir. Gestirnir lögðu þó ekki árar í bát og skoruðu sigurmarkið þegar þrjár mínútur fyrir eftir af hefðbundnum leiktíma. Björn Daníel Sverrisson kastaði sér niður og klippti boltann í markið eftir mikinn darraðardans í vítateig Keflavíkur. Gestirnir fögnuðu markinu vel og innilega en Björn Daníel að skora sitt annað mark í leiknum. Leikurinn endaði 3-2 eftir dramatískar lokamínútur og FH-ingar fara heim á leið með þrjú stig í farteskinu. Af hverju vann FH? FH var sterkara liðið bróðurpartinn af leiknum og hefðu getað skorað fleiri mörk í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið getur þakkað fyrirliðanum, Birni Daníel, fyrir að stíga upp undir lok leiks og tryggja þeim sigur með góðu einstaklingsframtaki. Hverjir stóðu upp úr? Björn Daníel Sverrisson er fyrstur blaði en hann skoraði tvö mörk í dag með hnitmiðuðum skotum. Vuk Oskar Dimitrijevic var iðinn við kolann á vinstri vængnum, hann var arkitektinn af fyrstu tveimur mörkum FH og átti marga góða spretti og fyrirgjafir sem olli vandræðum fyrir varnarmenn Keflavíkur. Hvað gekk illa? Sofandaháttur í vörn FH í síðari hálfleik, Logi Hrafn gerir sig sekan um klaufaleg mistök í fyrra markinu og varnarmenn FH voru svifaseinir og lengi að átta sig þegar Sami Kamel var manna fyrstur að stökkva á frákastið í öðru marki Keflavíkur. Hvað gerist næst? Keflavík heldur áfram að leita að sínum öðrum sigri í Bestu deildinni. Liðið mætir HK í Kórnum miðvikudaginn 9. ágúst. FH fær ærið verkefni en topplið Víkings kemur í heimsókn á Kaplakrika þriðjudaginn 8. ágúst. Besta deild karla Keflavík ÍF FH
FH marði Keflavík í kaflaskiptum leik á HS Orku vellinum í Bestu deild karla í kvöld. Leikurinn endaði 3-2 þar sem fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir þrjú töp í röð náði FH loks að sigra og lyftir sér upp í fjórða sætið í Bestu deild karla en Keflavík vermir botnsætið sem áður. Gestirnir komu mun beittari til leiks og pressuðu hátt. Fyrsta færið kom eftir fimm mínútuna leik þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk boltann hægra megin og vippaði boltanum laglega á fjærstöngina. Þar kom Úlfur Ágúst Björnsson á ferðinni en honum brást bogalistin og skallaði í stöngina í sannkölluðu dauðafæri. FH hélt áfram að sækja og aðeins rúmlega mínútu síðar kom Vuk Oskar Dimitrijevic með lágan bolta inn í teig þar sem Kjartan Henry Finnbogason náði að pota boltanum á samherja sinn Björn Daníel Sverrisson. Sá síðastnefndi smellhitti boltann í fyrstu snertingu og setti hann undir Mathias Rosenorn í marki Keflavíkur. Gestirnir komnir yfir í Keflavík. Leikurinn róaðist aðeins eftir markið og þegar leið á fyrri hálfleik náðu heimamenn að ýta liðinu aðeins ofar án þess þó að skapa sér almennileg færi. Kjartan Henry Finnbogason fékk ágætis færi inn í markteig Keflavíkur eftir sendingu frá Vuk Oskar á 26. mínútu en náði ekki skoti á markið. Það leit allt út fyrir að FH færi með eins marks forystu inn í hálfleik en Úlfur Ágúst Björnsson var ekki á sama máli. Enn og aftur var það Vuk Oskar sem var með boltann á vinstri vængnum og fann Úlf Ágúst sem kláraði færið snyrtilega framhjá varnarmönnum Keflavíkur og þaðan í netið. Úlfur að skora sitt sjöunda mark í sumar í deildinni og sitt síðasta á tímabilinu en hann er á leið til Bandaríkjanna í nám eftir þennan leik. Það benti ekki mikið til þess að Keflavík myndi ná að koma til baka í seinni hálfleik. Á 61. mínútu tók Sindri Kristinn Ólafsson útspark frá marki FH og í kjölfarið gerði Logi Hrafn Róbertsson afdrifarík mistök þegar hann gaf boltann á Frans Elvarsson. Frans var fljótur að átta sig og kom boltanum á Stefan Ljubicic sem lék á varnarmenn FH og lagði boltann í fjærhornið. Stefan að gefa Keflavík líflínu í leiknum. Heimamenn voru hvergi hættir og Sami Kamel komst einn í gegn skömmu síðar eftir langa sendingu en Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, gerði vel og sá við honum. Bæði lið skiptu nýjustu leikmönnum sínum inn á þegar leið á síðari hálfleik. Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen komu inn á fyrir FH. Úkraínumaðurinn, Robert Hehedosh, kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Keflavík. Aðeins örfáum andartökum eftir að Robert Hehedosh kom inn á náði hann skoti inn í vítateig sem Sindri Kristinn varði út í teiginn og þar hafði Sami Kamel betur við svifaseina varnarmenn FH og negldi knettinum í markið. Staðan orðin jöfn í Keflavík þegar sex mínútur voru eftir. Gestirnir lögðu þó ekki árar í bát og skoruðu sigurmarkið þegar þrjár mínútur fyrir eftir af hefðbundnum leiktíma. Björn Daníel Sverrisson kastaði sér niður og klippti boltann í markið eftir mikinn darraðardans í vítateig Keflavíkur. Gestirnir fögnuðu markinu vel og innilega en Björn Daníel að skora sitt annað mark í leiknum. Leikurinn endaði 3-2 eftir dramatískar lokamínútur og FH-ingar fara heim á leið með þrjú stig í farteskinu. Af hverju vann FH? FH var sterkara liðið bróðurpartinn af leiknum og hefðu getað skorað fleiri mörk í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið getur þakkað fyrirliðanum, Birni Daníel, fyrir að stíga upp undir lok leiks og tryggja þeim sigur með góðu einstaklingsframtaki. Hverjir stóðu upp úr? Björn Daníel Sverrisson er fyrstur blaði en hann skoraði tvö mörk í dag með hnitmiðuðum skotum. Vuk Oskar Dimitrijevic var iðinn við kolann á vinstri vængnum, hann var arkitektinn af fyrstu tveimur mörkum FH og átti marga góða spretti og fyrirgjafir sem olli vandræðum fyrir varnarmenn Keflavíkur. Hvað gekk illa? Sofandaháttur í vörn FH í síðari hálfleik, Logi Hrafn gerir sig sekan um klaufaleg mistök í fyrra markinu og varnarmenn FH voru svifaseinir og lengi að átta sig þegar Sami Kamel var manna fyrstur að stökkva á frákastið í öðru marki Keflavíkur. Hvað gerist næst? Keflavík heldur áfram að leita að sínum öðrum sigri í Bestu deildinni. Liðið mætir HK í Kórnum miðvikudaginn 9. ágúst. FH fær ærið verkefni en topplið Víkings kemur í heimsókn á Kaplakrika þriðjudaginn 8. ágúst.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti