Pysja föst við JL húsið: „Það vildu allir bjarga dýrinu“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2023 22:01 Pysjan festist milli steina en var þar ekki í morgun. Lundapysja festist á milli steina við JL húsið í nótt. Gígja Sara Björnsdóttir sem fann dýrið veit ekki um afdrif þess en vonar að sagan hafi endað vel. „Fólk er ótrúlegt. Það vildu allir bjarga dýrinu,“ segir Gígja sem starfar sem sviðshöfundur. En hún fann dýrið nálægt JL húsinu um klukkan tvö í nótt og reyndi að koma til bjargar. Gígja segist aldrei hafa séð pysju og vissi ekkert hvernig ætti að bera sig að. En hún hafði heyrt að lundar leiti í ljós. Þessi fugl þurfti augljóslega að komast aftur á haf út. Vappaði pysjan að grjótgarðinum en festist þar á milli steina og lenti í sjálfheldu. Hafði Gígja þá samband við lögreglumann sem reyndist vera frá Vestmannaeyjum og vildi hjálpa. „Hann var yndislegur. Að fá símtal um nótt um pysju og drífa sig á stað,“ segir Gígja. Þegar lögreglumaðurinn kom var pysjan hins vegar komin enn þá lengra inn á milli steinanna og ekki tókst að ná henni út. Einnig var haft samband við samtökin Dýrfinnu og Dýraþjónustu Reykjavíkur sem vildu hjálpa en akkúrat á þessum tíma var sprungið dekk hjá bíl Dýraþjónustunnar. Morguninn eftir fór Gígja að athuga með pysjuna en þá var hún horfin. Hún sá aðeins blautan þara þar sem pysjan hafði setið föst nóttina áður. „Ég óska þess svo mikið að það hafi verið fallegur endir,“ segir hún. Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
„Fólk er ótrúlegt. Það vildu allir bjarga dýrinu,“ segir Gígja sem starfar sem sviðshöfundur. En hún fann dýrið nálægt JL húsinu um klukkan tvö í nótt og reyndi að koma til bjargar. Gígja segist aldrei hafa séð pysju og vissi ekkert hvernig ætti að bera sig að. En hún hafði heyrt að lundar leiti í ljós. Þessi fugl þurfti augljóslega að komast aftur á haf út. Vappaði pysjan að grjótgarðinum en festist þar á milli steina og lenti í sjálfheldu. Hafði Gígja þá samband við lögreglumann sem reyndist vera frá Vestmannaeyjum og vildi hjálpa. „Hann var yndislegur. Að fá símtal um nótt um pysju og drífa sig á stað,“ segir Gígja. Þegar lögreglumaðurinn kom var pysjan hins vegar komin enn þá lengra inn á milli steinanna og ekki tókst að ná henni út. Einnig var haft samband við samtökin Dýrfinnu og Dýraþjónustu Reykjavíkur sem vildu hjálpa en akkúrat á þessum tíma var sprungið dekk hjá bíl Dýraþjónustunnar. Morguninn eftir fór Gígja að athuga með pysjuna en þá var hún horfin. Hún sá aðeins blautan þara þar sem pysjan hafði setið föst nóttina áður. „Ég óska þess svo mikið að það hafi verið fallegur endir,“ segir hún.
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira