„Þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir jafn mikilvægt fyrir fatlað fólk og ófatlað að halda rútínu, mæta til vinnu og hafa tilgang í lífinu. Vísir/Arnar Forstöðumaður Áss, vinnustofu fatlaðs fólks, segist hafa fullan skilning á þeirri gagnrýni sem launagreiðslur félagsins hafa hlotið. Mikilvægt sé að skoða málið í stærra samhengi og stóra spurningin sé hver eigi að borga launin. Fatlaður maður fékk greiddar 120 krónur á tímann. Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“ Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira