Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2023 08:27 Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings, fékk hugmyndina að verkefninu á haustmánuðum 2022. Hugmyndin var að fá fatahönnuð til til að hanna treyju sem bæri höfundareinkenni hönnuðarins, frekar en að vera bundin af hefðinni og litum félagsins. Hildur Yeoman fór í verkefnið. Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni. Um er að ræða treyju hannaða af Hildi Yemon til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þess. Þrjú hundruð treyjur voru framleiddar og settar í sölu á 15.900 krónur stykkið. Opnað var fyrir sölu á heimasíðu Víkings á miðnætti í nótt og var álagið slíkt að kerfið náði ekki að valda eftirspurnininni. Olli það nokkurri gremju meðal heitra stuðningsmanna Víkings sem létu pirring sinn í ljós á Facebook-síðu félagsins. „Við erum orðlaus“ „Mikið álag er á vefþjóni okkar - erum að snúa öllum tökkum og tengja allar snúrur til að halda í við fjölda notenda,“ sagði á Facebook-síðu Víkings á meðan álaginu stóð. Nokkru síðar voru þær 210 treyjur sem voru í boði seldar. „Kæru Víkingar, við erum orðlaus,“ segir á Facebook-síðu Víkings vegna áhugans. „Undanfarið hefur frábær hópur Víkinga starfað sleitulaust að því að gera „Nú! er góður tími“ að veruleika í samstarfi við Hildi Yeoman, fjölskyldu Svavars, Ljósið og Macron. Í kvöld náði sú vinna hápunkti. Á slaginu kl. 00:00 þann 10. ágúst opnuðum við dyrnar að vefversluninni og í okkar villtustu draumum áttum ekki við von á þessum ótrúlegu viðbrögðum. Ásóknin var slík að kerfið okkar gat ekki hleypt öllum inn sem vildu á sama tíma, sem olli svo þeirri keðjuverkun að ítrekaðar tilraunir þurfti til að komast alla leið í ferlinu.“ Um þrjátíu Víkingar hafi verið um hverja treyju sem sé stórkostlegt. Enn séns að næla sér í treyju „Það er alveg ljóst að engin fordæmi eru fyrir slíkum áhuga á treyju íslensks knattspyrnufélags og þykir okkur það afar leitt að upplifun ykkar margra hafi verið erfið.“ Aðeins 300 treyjur voru framleiddar og verður því takmarkað magn til sölu í frumsýningarpartýi hjá Yeoman tískuverslun á Laugavegi milli klukkan 17 og 19 í dag. „Við erum hrærð yfir þessum móttökum og getum öll sem eitt verið stolt af því að styrkja þetta frábæra málefni sem Ljósið er.“ Hjálparstarf Víkingur Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Um er að ræða treyju hannaða af Hildi Yemon til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þess. Þrjú hundruð treyjur voru framleiddar og settar í sölu á 15.900 krónur stykkið. Opnað var fyrir sölu á heimasíðu Víkings á miðnætti í nótt og var álagið slíkt að kerfið náði ekki að valda eftirspurnininni. Olli það nokkurri gremju meðal heitra stuðningsmanna Víkings sem létu pirring sinn í ljós á Facebook-síðu félagsins. „Við erum orðlaus“ „Mikið álag er á vefþjóni okkar - erum að snúa öllum tökkum og tengja allar snúrur til að halda í við fjölda notenda,“ sagði á Facebook-síðu Víkings á meðan álaginu stóð. Nokkru síðar voru þær 210 treyjur sem voru í boði seldar. „Kæru Víkingar, við erum orðlaus,“ segir á Facebook-síðu Víkings vegna áhugans. „Undanfarið hefur frábær hópur Víkinga starfað sleitulaust að því að gera „Nú! er góður tími“ að veruleika í samstarfi við Hildi Yeoman, fjölskyldu Svavars, Ljósið og Macron. Í kvöld náði sú vinna hápunkti. Á slaginu kl. 00:00 þann 10. ágúst opnuðum við dyrnar að vefversluninni og í okkar villtustu draumum áttum ekki við von á þessum ótrúlegu viðbrögðum. Ásóknin var slík að kerfið okkar gat ekki hleypt öllum inn sem vildu á sama tíma, sem olli svo þeirri keðjuverkun að ítrekaðar tilraunir þurfti til að komast alla leið í ferlinu.“ Um þrjátíu Víkingar hafi verið um hverja treyju sem sé stórkostlegt. Enn séns að næla sér í treyju „Það er alveg ljóst að engin fordæmi eru fyrir slíkum áhuga á treyju íslensks knattspyrnufélags og þykir okkur það afar leitt að upplifun ykkar margra hafi verið erfið.“ Aðeins 300 treyjur voru framleiddar og verður því takmarkað magn til sölu í frumsýningarpartýi hjá Yeoman tískuverslun á Laugavegi milli klukkan 17 og 19 í dag. „Við erum hrærð yfir þessum móttökum og getum öll sem eitt verið stolt af því að styrkja þetta frábæra málefni sem Ljósið er.“
Hjálparstarf Víkingur Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 8. ágúst 2023 15:19
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp