Lífið

Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings, fékk hugmyndina að verkefninu á haustmánuðum 2022. Hugmyndin var að fá fatahönnuð til til að hanna treyju sem bæri höfundareinkenni hönnuðarins, frekar en að vera bundin af hefðinni og litum félagsins. Hildur Yeoman fór í verkefnið.
Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings, fékk hugmyndina að verkefninu á haustmánuðum 2022. Hugmyndin var að fá fatahönnuð til til að hanna treyju sem bæri höfundareinkenni hönnuðarins, frekar en að vera bundin af hefðinni og litum félagsins. Hildur Yeoman fór í verkefnið.

Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni.

Um er að ræða treyju hannaða af Hildi Yemon til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þess. Þrjú hundruð treyjur voru framleiddar og settar í sölu á 15.900 krónur stykkið.

Opnað var fyrir sölu á heimasíðu Víkings á miðnætti í nótt og var álagið slíkt að kerfið náði ekki að valda eftirspurnininni. Olli það nokkurri gremju meðal heitra stuðningsmanna Víkings sem létu pirring sinn í ljós á Facebook-síðu félagsins.

„Við erum orðlaus“

„Mikið álag er á vefþjóni okkar - erum að snúa öllum tökkum og tengja allar snúrur til að halda í við fjölda notenda,“ sagði á Facebook-síðu Víkings á meðan álaginu stóð. Nokkru síðar voru þær 210 treyjur sem voru í boði seldar.

„Kæru Víkingar, við erum orðlaus,“ segir á Facebook-síðu Víkings vegna áhugans.

„Undanfarið hefur frábær hópur Víkinga starfað sleitulaust að því að gera „Nú! er góður tími“ að veruleika í samstarfi við Hildi Yeoman, fjölskyldu Svavars, Ljósið og Macron. Í kvöld náði sú vinna hápunkti. Á slaginu kl. 00:00 þann 10. ágúst opnuðum við dyrnar að vefversluninni og í okkar villtustu draumum áttum ekki við von á þessum ótrúlegu viðbrögðum. Ásóknin var slík að kerfið okkar gat ekki hleypt öllum inn sem vildu á sama tíma, sem olli svo þeirri keðjuverkun að ítrekaðar tilraunir þurfti til að komast alla leið í ferlinu.“

Um þrjátíu Víkingar hafi verið um hverja treyju sem sé stórkostlegt.

Enn séns að næla sér í treyju

„Það er alveg ljóst að engin fordæmi eru fyrir slíkum áhuga á treyju íslensks knattspyrnufélags og þykir okkur það afar leitt að upplifun ykkar margra hafi verið erfið.“

Aðeins 300 treyjur voru framleiddar og verður því takmarkað magn til sölu í frumsýningarpartýi hjá Yeoman tískuverslun á Laugavegi milli klukkan 17 og 19 í dag.

„Við erum hrærð yfir þessum móttökum og getum öll sem eitt verið stolt af því að styrkja þetta frábæra málefni sem Ljósið er.“


Tengdar fréttir

Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings

Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.