Orkuvinnsla og samfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 10:01 Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samfélög verða til í kringum atvinnu og verðmætasköpun. Með verðmætasköpun fyrirtækja verða til störf og þar sem mikil verðmætasköpun á sér stað vilja oft verða til verðmætustu störfin. Í samfélögunum þar sem fólk býr fá sveitarfélögin tekjur af bæði fasteignum og því útsvari sem starfsfólk greiðir til sveitarfélaga af launum sínum. Það þýðir á mannamáli að verðmæt störf skapa sveitarfélögum hærri tekjur sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp sterka innviði og veita góða þjónustu. Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og árið 2022 skilaði útsvar 69% af skatttekjum sveitarfélaga á Íslandi. Við Íslendingar erum lánsöm að fyrir u.þ.b. 60 árum voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir um uppbyggingu þess raforkukerfis sem við þekkjum í dag og tökum sem sjálfsögðum hlut. Ein aðal ástæðan fyrir því að það tókst er að sett voru í lög undanþágur allra orkumannvirkja til þess að greiða fasteignagjöld. Með þeirri undanþágu voru sveitarfélögin sem eru með orkumannvirki svipt lögbundnum tekjustofni sínum af fasteignagjöldum. Hvað varðar störfin, sem greidd eru útsvarstekjur af, þá hafa þau ekki verið byggð upp þar sem verðmætin verða til. Orkuvinnsla á sér stað á landsbyggðinni. Þar eru virkjanirnar og orkan verður til. Þar er flutningskerfi háspennulína sem er yfir 3.000 km að lengd. Á landsbyggðinni er samt aðeins takmarkaður hluti starfa orkuvinnslu á Íslandi. Öll verðmætustu störfin hafa verið staðsett á höfuðborgarsvæðinu og því eru það sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem fá megnið af tekjum orkuvinnslu á Íslandi, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar. Samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2022 var fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf 303 í árslok 2022. Launagreiðslur voru 39,4 miljónir dollara sem á gengi dollara í desember 2022 gera rúma 5,6 miljarða króna. Það þýðir að meðal árslaun starfsmanna Landsvirkjunar voru tæpar 18,6 miljónir eða 1.548 þúsund á mánuði, meira en tvöföld meðallaun landsmanna. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir möguleika sveitarfélaga til að byggja upp samfélög að hafa íbúa með slíkar tekjur og fá útsvarstekjur af þessum háu launum. Landsnet sér um flutning raforku um land allt. Fjöldi stöðugilda miðað við heilsársstörf hjá Landsneti í árslok 2022 voru 152. Meðal árslaun voru tæpar 15 miljónir eða 1.249 þúsund á mánuði. Rarik sér um dreifikerfi rafmagns á Landsbyggðinni og hefur engan viðskiptavini og ekkert dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu. Samt eru höfuðstöðvar Rarik á höfuðborgarsvæðinu og þar eru u.þ.b. 50 verðmætustu störf Rarik. Fjöldi stöðugilda árið 2022 hjá Rarik voru 232 og meðallaun starfsmanna Rarik rúmar 13,2 miljónir á ári eða 1.103 þúsund á mánuði. Landsvirkjun, Landsnet og Rarik eru í eigu ríkisins og starfa í orkuvinnslu, flutningi og dreifingu rafmagns. Öll þeirra verðmætasköpun og starfssemi á sér stað á landsbyggðinni en samt hafa þau verið byggð upp á þann hátt að stærsti hluti starfanna, þá sérstaklega verðmætustu störfin, eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fá sveitarfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi ekki veigamesta tekjustofn sinn, útsvar, frá orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Því til viðbótar fá sveitarfélögin ekki fasteignagjöld sökum undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamati. Sveitarfélög á Íslandi hafa einungis tvo lögbundna tekjustofna, útsvar og fasteignaskatta. Fyrir sveitarfélög með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi, þá fá sveitarfélögin mjög takmarkaðar tekjur í gegnum sína lögbundnu tekjustofna og þess vegna eru þessi sveitarfélög lítil og veikburða. Undirritaður er oddviti og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er það sveitarfélag sem mest raforka hefur verið framleidd í á Íslandi. Sökum þess að sveitarfélagið hefur ekki fengið sína lögbundnu tekjustofna eins og fram kemur hér að ofan, þá hefur ekki orðið fjölgun í sveitarfélaginu í áratugi. Við sitjum eftir í búsetuskilyrðum. Framundan er metnaðarfull uppbygging í sveitarfélaginu til þess að byggja upp öflugt samfélag. Slík uppbygging raungerist ekki nema við fáum okkar lögbundnu tekjustofna eins og önnur sveitarfélög fá. Uppbygging til framtíðar verður að skila störfum í nærumhverfinu, verður að skila verðmætum í nærumhverfið. Orkuvinnsla hefur ekki gert það hingað til. Ég vil skora á Ríkisstjórn Íslands, stjórn Landsvirkjunar, stjórn Landsnets og stjórn Rarik um að færa starfsemina þar sem verðmætin verða til. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Landsnet og Rarik eiga heima á suðurlandi þar sem mest raforkuframleiðsla Landsvirkjunar fer fram. Þar er hryggjarstykkið í flutningsneti Landsnets sem fæðir höfuðborgarsvæðið af orku. Þar er megnið af dreifikerfi Rarik. Forsenda orkuskipta á Íslandi eru verulegar virkjanaframkvæmdir á suðurlandi. Slík uppbygging verður að efla samfélögin með orkuvinnslu í sínu nærumhverfi. Sameinumst um að byggja upp öflug samfélög í nærumhverfi orkuvinnslu á sama tíma og við sameinumst um að fara í orkuskiptin af fullum krafti. Höfundur er oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar