Barnaheill og Barbie valdefla stúlkur um allan heim Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:01 Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun