Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2023 11:42 Hildur og Dagur í kappræðum Stöðvar 2 fyrir kosningarnar í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut. „Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
„Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
„Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent