Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2023 11:42 Hildur og Dagur í kappræðum Stöðvar 2 fyrir kosningarnar í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut. „Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Hjörleifi hefði mátt bjarga en allir þrír kærðu sig kollótta Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
„Í aðdraganda kosninga fullyrti borgarstjóri meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla vera 19 mánuði og lofaði um leið að færa aldurinn niður í 12 mánuði. Síðustu áramót var meðalaldurinn hins vegar orðinn 20 mánuðir en nú er hann kominn upp í rúma 22 mánuði. Á sama tíma segir borgarstjóri Reykjavík vera hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þetta er ótrúleg fullyrðing,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tjáði fréttastofu í gær að það muni ekki skýrast fyrr en á næstu vikum hve mörg börn bíði innritunar í leikskóla borgarinnar. Dagur sagðist eiga von á svipaðri stöðu í Reykjavík í ár og undanfarin ár, sem sé betri staða en í flestum öðrum sveitarfélögum. Á síðasta ári hafi plássum fjölgað um 600 með því að bæta við nýjum leikskólum. Hins vegar hafi ekki verið hægt að fullnýta öll plássin vegna viðhalds á mörgum stöðum þar sem skólahúsnæði eru komin til ára sinna. Um leið og þeim verkefnum ljúki verði hægt að nýta plássin til fulls. Hildur vísar til upplýsinga sem komu fram í svari frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins í júní. Þar kom fram að meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla væri nú 22,1 mánuður. Í svari við sömu fyrirspurn í janúar 2023, hafi komið fram að meðalaldurinn hafi að jafnaði verið rúmir 20 mánuðir síðastliðin ár. „Það er alveg ljóst að leikskólavandinn fer versnandi og engar lausnir í sjónmáli. Sem fyrr virðist borgarstjóri sitja með hendur í skauti og innkoma Framsóknar hefur engu breytt,“ segir Hildur. Ár er síðan foreldrar mótmæltu stöðunni í leikskólum borgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá sagði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni sem hafði unnið mikinn kosningasigur um vorið, stöðuna ekki boðlega. Einar tekur við sem borgarstjóri um áramótin. Hildur fettir fingur sömuleiðis út í fullyrðingar Dags um að Reykjavíkurborg sé hagstæðasta sveitarfélagið fyrir fjölskyldufólk. Þar vísaði hann til þess að gjaldskrá leikskólanna sé lægri í Reykjavík en víða annars staðar. „Það á ekki að vera okkar keppikefli að bjóða ódýrustu leikskólana, heldur bestu leikskólana og áreiðanlegustu þjónustuna. Þessu furðulega monti borgarstjóra um lægstu leikskólagjöldin mætti líkja við matvöruverslun sem auglýsir lægsta vöruverðið, en hefur engar vörur að bjóða í hillunum. Fullyrðingar um góða stöðu í leikskólamálum borgarinnar eru hreinn dónaskapur við þá fjölmörgu foreldra sem sitja nú í úrræðaleysi og algjörri óvissu um framhaldið. Nú þarf að hvíla þessa þreyttu útúrsnúninga borgarstjóra, nálgast stöðuna af heiðarleika og hefjast handa við að setja lausn leikskólavandans í forgang,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31 Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Hjörleifi hefði mátt bjarga en allir þrír kærðu sig kollótta Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
„Verðum áfram það sveitarfélag sem er hagstæðast fyrir fjölskyldufólk“ Staðan í leikskólamálum borgarinnar er betri en í flestum öðrum sveitarfélögum að sögn borgarstjóra, þrátt fyrir að hann telji stöðuna verða svipaða í ár og undanfarin ár. Reykjavík muni áfram vera hagstæðust fyrir fjölskyldufólk 11. ágúst 2023 06:31
Staðan sé að versna í leikskólamálunum Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. 2. ágúst 2023 20:01