Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 2-2 | Anton Søjberg skoraði tvö í jafntefli Andri Már Eggertsson skrifar 20. ágúst 2023 21:52 Tekst HK-ingum að landa sigri? Vísir/Anton Brink HK og FH gerðu jafntefli í fjögurra marka leik. FH komst yfir í fyrri hálfleik og var með forystuna í 50 mínútur en þá jafnaði Anton Søjberg og fylgdi því eftir með öðru marki þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson tryggði síðan FH stig að lokum. Viðar Ari Jónsson fékk dauðafæri snemma leiks. Viðar og Arnór Borg Guðjohnsen tóku þríhyrningaspil sem opnaði vörn HK og Viðar komst í góða stöðu hægra megin í teignum en Leifur Andri náði að komast fyrir boltann á síðustu stundu Davíð Snær Jóhannsson kom FH yfir á 13. mínútu með stórglæsilegu marki. Viðar Ari fann Davíð í svæði milli varnar og miðju þar sem Davíð lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum upp í samskeytin þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markmaður HK, átti ekki möguleika á að verja. Eftir markið bankaði FH hressilega á dyrnar og gestirnir fengu þó nokkur færi til að bæta við forystuna. FH-ingar fengu sjö hornspyrnur sem skilaði þó ekki marki. Gestirnir voru marki yfir í hálfleik 0-1. Líflegasti leikmaður fyrri hálfleiks Davíð Snær hélt áfram að láta til sín taka og var nálægt því að bæta við öðru marki þegar tæplega tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Davíð fór þar illa með Atla Arnarson og létt síðan vaða fyrir utan teig en boltinn rétt framhjá Gegn gangi leiksins jafnaði HK á 63. mínútu. Örvar Eggertsson fékk nægan tíma til að rekja boltann frá hægri kannti inn á miðjan teiginn þar sem hann renndi boltanum á Anton Søjberg sem þrumaði boltanum í þaknetið og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Anton Søjberg kom HK yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Birnir Breki Burknason vann skallaeinvígi og Atli Þór fékk boltann í teignum þar sem hann vippaði boltanum fyrir og Sindri Kristinn missti boltann klaufalega og Anton skoraði. FH átti hins vegar síðasta orðið þegar Ólafur Guðmundsson átti sendingu fyrir markið á Gyrði Hrafn Guðbrandsson sem potaði boltanum í markið og tryggði FH stig. Niðurstaðan 2-2 jafntefli Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? FH stjórnaði leiknum í sextíu mínútur sem skilaði einu marki. Gestirnir fengu tækifæri til þess að komast tveimur mörkum yfir en nýttu það ekki og hleypptu HK inn í leikinn. Eftir að HK komst yfir fleygði FH öllu fram sem skilaði marki. Hverjir stóðu upp úr? Davíð Snær Jóhannsson var lang hættulegasti maður FH í kvöld. Davíð var allt í öllu í sóknarleik gestanna og var algjörlega óhræddur við að láta vaða á markið. Davíð skoraði síðan glæsilegt mark þar sem hann átti þrumuskot sem fór í vinkilinn. Anton Søjberg skoraði bæði mörk HK. Fyrra markið var afar vel klárað þar sem hann þrumaði boltanum í þaknetið þegar hann komst einn í gegn. Þetta voru fyrstu mörk Antons fyrir félagið. Hvað gekk illa? FH-ingar voru sjálfum sér verstir marki yfir. Gestirnir fengu mörg tækifæri til þess að bæta við marki og fara langt með að klára leikinn en nýttu færin illa. Heimamenn voru klaufar að hafa ekki náð að halda í forystuna síðustu mínúturnar og í staðinn fengu þeir á sig mark sem hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Hvað gerist næst? Næsta laugardag mætast FH og Valur klukkan 17:00. Næsta sunnudag mætast HK og ÍBV klukkan 17:00. Heimir: Við erum svekktari aðilinn með jafnteflið Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var svekktur eftir leikVísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var svekktur að hafa ekki nýtti marktækifærin betur þegar FH var marki yfir. „Ég held nú á endanum að við séum svekktari með jafnteflið þar sem mér fannst við spila virkilega vel í 55 mínútur. Við misstum tökin á þessu þegar þeir skoruðu og síðan fengum við á okkur annað mark en sýndum karakter eins og við höfum gert í allt sumar og komum til baka,“ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. FH-ingar fengu færi til þess að komast í 2-0 sem hefði gott sem klárað leikinn og Heimi fannst ekki vanta mikið upp á. „Í fyrsta lagi varði Arnar vel í markinu og var mjög góður. Síðan vantaði yfirvegun þegar við vorum komnir í færin en við vorum að spila á erfiðum útivelli.“ En hvað fannst Heimi breytast sem gerði það að verkum að HK komst yfir. „Það voru seinni boltarnir við vorum ekki klárir í bardagann þegar HK fór að sparka boltanum langt fram og það kom þeim inn í leikinn,“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn HK FH Besta deild karla
HK og FH gerðu jafntefli í fjögurra marka leik. FH komst yfir í fyrri hálfleik og var með forystuna í 50 mínútur en þá jafnaði Anton Søjberg og fylgdi því eftir með öðru marki þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson tryggði síðan FH stig að lokum. Viðar Ari Jónsson fékk dauðafæri snemma leiks. Viðar og Arnór Borg Guðjohnsen tóku þríhyrningaspil sem opnaði vörn HK og Viðar komst í góða stöðu hægra megin í teignum en Leifur Andri náði að komast fyrir boltann á síðustu stundu Davíð Snær Jóhannsson kom FH yfir á 13. mínútu með stórglæsilegu marki. Viðar Ari fann Davíð í svæði milli varnar og miðju þar sem Davíð lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum upp í samskeytin þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markmaður HK, átti ekki möguleika á að verja. Eftir markið bankaði FH hressilega á dyrnar og gestirnir fengu þó nokkur færi til að bæta við forystuna. FH-ingar fengu sjö hornspyrnur sem skilaði þó ekki marki. Gestirnir voru marki yfir í hálfleik 0-1. Líflegasti leikmaður fyrri hálfleiks Davíð Snær hélt áfram að láta til sín taka og var nálægt því að bæta við öðru marki þegar tæplega tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Davíð fór þar illa með Atla Arnarson og létt síðan vaða fyrir utan teig en boltinn rétt framhjá Gegn gangi leiksins jafnaði HK á 63. mínútu. Örvar Eggertsson fékk nægan tíma til að rekja boltann frá hægri kannti inn á miðjan teiginn þar sem hann renndi boltanum á Anton Søjberg sem þrumaði boltanum í þaknetið og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Anton Søjberg kom HK yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Birnir Breki Burknason vann skallaeinvígi og Atli Þór fékk boltann í teignum þar sem hann vippaði boltanum fyrir og Sindri Kristinn missti boltann klaufalega og Anton skoraði. FH átti hins vegar síðasta orðið þegar Ólafur Guðmundsson átti sendingu fyrir markið á Gyrði Hrafn Guðbrandsson sem potaði boltanum í markið og tryggði FH stig. Niðurstaðan 2-2 jafntefli Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? FH stjórnaði leiknum í sextíu mínútur sem skilaði einu marki. Gestirnir fengu tækifæri til þess að komast tveimur mörkum yfir en nýttu það ekki og hleypptu HK inn í leikinn. Eftir að HK komst yfir fleygði FH öllu fram sem skilaði marki. Hverjir stóðu upp úr? Davíð Snær Jóhannsson var lang hættulegasti maður FH í kvöld. Davíð var allt í öllu í sóknarleik gestanna og var algjörlega óhræddur við að láta vaða á markið. Davíð skoraði síðan glæsilegt mark þar sem hann átti þrumuskot sem fór í vinkilinn. Anton Søjberg skoraði bæði mörk HK. Fyrra markið var afar vel klárað þar sem hann þrumaði boltanum í þaknetið þegar hann komst einn í gegn. Þetta voru fyrstu mörk Antons fyrir félagið. Hvað gekk illa? FH-ingar voru sjálfum sér verstir marki yfir. Gestirnir fengu mörg tækifæri til þess að bæta við marki og fara langt með að klára leikinn en nýttu færin illa. Heimamenn voru klaufar að hafa ekki náð að halda í forystuna síðustu mínúturnar og í staðinn fengu þeir á sig mark sem hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Hvað gerist næst? Næsta laugardag mætast FH og Valur klukkan 17:00. Næsta sunnudag mætast HK og ÍBV klukkan 17:00. Heimir: Við erum svekktari aðilinn með jafnteflið Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var svekktur eftir leikVísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var svekktur að hafa ekki nýtti marktækifærin betur þegar FH var marki yfir. „Ég held nú á endanum að við séum svekktari með jafnteflið þar sem mér fannst við spila virkilega vel í 55 mínútur. Við misstum tökin á þessu þegar þeir skoruðu og síðan fengum við á okkur annað mark en sýndum karakter eins og við höfum gert í allt sumar og komum til baka,“ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. FH-ingar fengu færi til þess að komast í 2-0 sem hefði gott sem klárað leikinn og Heimi fannst ekki vanta mikið upp á. „Í fyrsta lagi varði Arnar vel í markinu og var mjög góður. Síðan vantaði yfirvegun þegar við vorum komnir í færin en við vorum að spila á erfiðum útivelli.“ En hvað fannst Heimi breytast sem gerði það að verkum að HK komst yfir. „Það voru seinni boltarnir við vorum ekki klárir í bardagann þegar HK fór að sparka boltanum langt fram og það kom þeim inn í leikinn,“ sagði Heimir Guðjónsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti