Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2023 11:28 Mikill meirihluti hússins er ónýtur. Vísir/Vilhelm Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum. Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Sjá meira
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan eitt í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu nú hafa vettvanginn til rannsóknar en meðal þess sem rannsakað verður eru hver eldsupptökin voru. „En hjá okkur hefur tekið við að fara yfir, kannski tvíþætt, annars vegar að ganga frá eftir þetta mikla slökkvistarf í gær og því að koma öllum hlutum í lag hjá okkur. Síðan erum við að fara yfir húsnæðið, teikningarnar af því og aðeins að velta upp stöðunni hvað varðar húsnæðið og búsetuna sem var í því,“ segir Birgir. Húsið í heild sinni er eyðilagt fyrir utan bílskúrseiningar á suðurhlið hússins. Voru þar eldvarnarveggir sem héldu út. „Það er auðvitað þannig að eldvarnarveggir eru gerðir til þess að standa ákveðið álag í ákveðið langan tíma. Ég ætla ekkert að fullyrða um það að það hafi ekki verið einhverjir slíkir veggir í húsinu sem síðan hafi gefið sig af því að brunaálagið varð svona mikið og lengi,“ segir Birgir. Á samfélagsmiðlum hafa birst færslur frá íbúum hússins sem leita að gæludýrum sínum sem gætu hafa orðið eftir inni. Birgir segist ekki hafa fengið neinar tilkynningar um gæludýr sem ekki tókst að bjarga. „Við höfum ekki fengið til okkar á þann máta eins og þú nefnir,“ segir Birgir að lokum.
Slökkvilið Bruni á Hvaleyrarbraut Lögreglumál Hafnarfjörður Gæludýr Dýr Tengdar fréttir Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Sjá meira
Slökkvistarfi lauk undir morgun Síðustu slökkviliðsmenn fóru af vettvangi stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um klukkan 04:30 í morgun. 21. ágúst 2023 06:40
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49
Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20. ágúst 2023 20:35