Innlent

Hafnfirðingar fá aftur heitt vatn: Mikilvægt að hafa skrúfað fyrir heita vatnið

Árni Sæberg skrifar
Hafnfirðingar geta að öllum líkindum farið í heita sturtu í dag.
Hafnfirðingar geta að öllum líkindum farið í heita sturtu í dag. Vísir/Vilhelm

Veitur beina því til íbúa Hafnarfjarðar og hluta Garðabæjar að hafa skrúfað fyrir alla krana í dag þegar heitu vatni verður hleypt aftur á kerfið.

Heitavatnslaust hefur verið í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar frá því á mánudagskvöld.

Loka þurfti fyrir heitt vatn vegna tengingar nýrrar stofnlagnar sem ætlað er að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heitt vatn til næstu áratuga.

Í tilkynningu á vef Veitna segir að byrjað hafi verið að hleypa heitu vatni á kerfið í Norðurbæ, Setbergi og miðbæ í Hafnarfirði sem og í Garðabæ í gærkvöldi. Það gerist hægt og rólega og geti tekið nokkrar klukkustundir að ná upp þrýstingi á vatninu.

Vonast er til að heitt vatn verði komið á alls staðar klukkan tíu fyrir hádegi í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×