Eins og fram hefur komið hefur verið unnið við tengingar á nýrri heitavatnslögn undanfarna tvo daga. Því var heitavatnslaust í öllum Hafnarfirði og í litlum hluta Garðabæjar frá því klukkan 22:00 á mánudaginn og þar til nú í morgun.
Veitur minna á að mikilvægt er að íbúar hafi skrúfað fyrir krana, til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur. Áður hefur komið fram að framkvæmdirnar muni tryggja íbúum í Hafnarfirði og Garðabæ heitt vatn næstu árin, og því um mikilvæga framkvæmd að ræða.