Réttlæti hins sterka. Dómarar og dómar Jörgen Ingimar Hansson skrifar 25. ágúst 2023 07:30 Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Furðulega algengt er að í dómsforsendum í dómum hér á landi tilgreini dómari fyrst og fremst þau atriði sem eru dómnum í vil en fjalli lítt um meginrök þess sem hann dæmir í mót og sleppi þeim jafnvel alveg. Dómarinn á þá miklu auðveldara með að velja sér sannanir og röksemdir til þess að dæma eftir en sleppa öðrum. Það auðveldar það mjög að unnt sé að dæma hverjum sem er í vil innan víðra marka.Með dómsforsendum er verið að vísa til skýringa dómara á því að dómurinn féll svona en ekki einhvern veginn öðruvísi. Ég lenti í dómsmáli sem er notað sem umfangsmikið dæmi í nýlegri bók minni: Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Í tveimur dómum og þremur úrskurðum sem féllu mér í mót voru meginröksemdir mínar og sannanir aldrei teknar fyrir í dómsforsendum og útskýrt hvers vegna þær hefðu fallið í grýttan jarðveg. Þeim var bara einfaldlega sleppt. Hinn aðili málsins var dæmdur sýkn saka á þeim forsendum að ég hefði ekki getað sannað að hann skuldaði mér það fé sem ég hafði stefnt honum fyrir. Mér fannst hins vegar að dómarinn hefði komið í veg fyrir að ég gæti það. Þess var alls ekki getið í dómsforsendum að bókað hefði verið í þinghaldi og réttarfarsleg áskorun sett fram um að hinn aðili málsins sýndi fram á raunverulegar greiðslur til lúkningar á skuldinni sem málið snérist um. Hann hafnaði að gera það sem þýddi að ég gat ekki sannað neitt. Dómarinn leiddi það hjá sér í dómi sínum. Eftir því sem ég get best séð er svo auðvelt að nálgast bankagreiðslur að það að neita að leggja þær fram í dómi jafngildi því að viðurkenna að þær hafi ekki farið fram. Enginn getur sannað að hann hafi ekki fengið greiðslu. Hann hefur ekkert í sínum fórum til þess. Skuldarinn er sá eini sem hefur sönnunina undir höndum, það er kvittunina fyrir því að greiðslan hafi farið fram sem núna er fólgin í einni bankafærslu. Í öllum innheimtum, sem snúa að borgurum landsins hefur sá, sem segist hafa greitt sannanlega kröfu, sönnunarbyrðina fyrir því hvort, hvenær og hvernig hún var greidd. Dómskerfið og þar með Hæstiréttur virðist hins vegar geta hundsað þá meginreglu. Það var að minnsta kosti gert í ofangreindu máli. Mér fannst dómarar allan tímann sem dómsmálið stóð yfir geta með einni aðgerð eða spurningu sett ofangreindan dóm í uppnám. Mér fannst þeir forðast það eftir bestu getu. Mér virtist þeir velja sér sönnunargögnin sem þeim hugnaðist best en önnur voru ekki einu sinni könnuð. Eftir því sem ég best get séð gerir þetta það að verkum að auðvelt er að hagræða dómum, hverjum sem er í vil, innan víðra marka. Hefði dómarinn í héraði í mínu máli orðið að greina frá öllum meginatriðum málsins, með og móti, get ég ekki betur séð en að hann hefði þurft að fara betur í saumana á málinu. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Hann gerði það ekki með sérstakri blessun Hæstaréttar. Mér finnst að þetta sé dæmi um það hvernig unnt sé að beita lögunum gegn réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Það sem ég óttast er að þetta komi oft fyrir í svipuðum málum. Eins og segir í máltækinu. Sjaldan er ein báran stök. Og þá er eftir að spyrja hvort þetta sé boðlegt í dómskerfi landsins. Svarið er: Auðvitað ekki. Ekki í lýðræðisríki en sjálfsagt mjög hentugt í alræðisríki þar sem ég geri ráð fyrir að þessi aðferð sé jafn algeng og hér á landi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar