Bannað að tala um peninga Lísbet Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 08:30 Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun