Innlent

Þurfi meiri tíma í Borgar­línu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, segir of snemmt að fullyrða nokkuð um mögulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, segir of snemmt að fullyrða nokkuð um mögulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu. Vísir/Vilhelm

Inn­viða­ráð­herra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi veru­legar breytingar á fram­kvæmdum vegna Borgar­línu á höfuð­borgar­svæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að upp­færa sam­göngu­sátt­mála höfuð­borgar­svæðisins á milli ríkisins og sveitar­fé­laga. Borgar­lína sé hins vegar risa­stórt verk­efni sem þurfi meiri tíma, bæði með til­liti til verk­fræðinnar en líka fjár­mögnunar.

„Sam­göngu­sátt­málinn var ný nálgun og hluti af miklu stærra púsli um það hvernig við ætlum að byggja upp sam­göngu­kerfi fram­tíðarinnar á öllu Ís­landi,“ segir Sigurður Ingi í sam­tali við Vísi.

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins og for­maður um­hverfis-og sam­göngu­nefndar, sagði í Bítinu á dögunum að grund­völlur sam­göngu­sátt­málans væri brostinn, bæði fjár­hags­lega og skipu­lags­lega. Búið væri að flækja hann um of, Borgar­línan væri einungis hluti hans.

Þá sagði Bjarni Bene­diks­son, fjár­mála­ráð­herra og sam­flokks­maður Vil­hjálms, á flokks­ráðs­fundi Sjálfstæðisflokksins síðustu helgi að fjár­hags­legar for­sendur fyrir sam­göngu­sátt­mála væru ekki lengur til staðar.

Risa­stórar á­skoranir blasi við á öllu landinu

Sigurður Ingi segir risa­stórar á­skoranir blasa við á höfuð­borgar­svæðinu en einnig á landinu öllu og nefnir sér­stak­lega gerð jarð­gangna. Um­ferð hafi aukist alls staðar.

„Við stöndum frammi fyrir nokkrum risa­stórum á­skorunum, meðal annars að byggja upp hér á höfuð­borgar­svæðinu, sem hefur ekki verið gert mjög lengi. En ef við myndum ein­göngu nýta sam­göngu­á­ætlun og fjár­lög ríkisins á hverjum tíma myndum við senni­lega enda í því að 90 prósent af þeim fjár­munum færu hingað. Það yrði auð­vitað al­gjör­lega ó­verjan­legt gagn­vart á­skorunum annars staðar á Ís­landi.“

Sigurður nefnir sér­stak­lega upp­byggingu jarð­gangna í því sam­hengi. Hún hafi dregist í marga ára­tugi og sér­lega mikið síðustu ár. Aukin um­ferð sé alls staðar á landinu og fleiri á­skoranir í kerfinu.

„Þess vegna fórum við þessa leið að reyna að finna nýjar fjár­mögnunar­leiðir. Sam­göngu­sátt­málinn er eitt púsl í þá stóru mynd. Nú erum við að leggjast yfir endur­skoðun, upp­færslu á sam­göngu­sátt­málanum. Verðin hafa sannar­lega hækkað um­tals­vert, bæði vegna sam­göngu­vísi­tölu sem hefur hækkað um 30 prósent, á auð­vitað öll verk, ekki bara verk sam­göngu­sátt­málans.“

Ekki víst að þurfi veru­legar breytingar

Hann segir að á sama hátt hafi verk­efni á höfuð­borgar­svæðinu vaxið af um­fangi þegar þau fóru af skil­greiningar-og frum­hönnunar­stigi yfir á hönnunar­stig.

„Þannig að tíma­línan, verk­á­ætlunin og fjár­mögnunar­á­ætlunin þurfa allar á­kveðna upp­færslu og það er það sem við erum að vinna að og ég vil nú bara sjá það til enda áður en við förum að slá ein­hverju föstu um það hvort það þurfi ein­hverjar veru­legar breytingar, sem ég held ekki, en tíma­línan gæti þurft að lengjast.“

Þannig að mögu­legar verða tafir á þessari fram­kvæmd sem Borgar­línan er?

„Þetta er ein­fald­lega svo risa­stórt verk­efni að það þarf bara meiri tíma til þess að hægt sé að koma því fyrir, bæði verk­fræði­lega en líka þá fjár­mögnunar­lega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×