Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 0-3 | Vonir Akureyringa um efri hlutann lifa enn Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. ágúst 2023 19:30 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö og elskaði það. Vísir/Hulda Margrét FH fékk KA í heimsókn í dag í frestuðum leik úr 14. umferð í Bestu deild karla. KA sigraði leikinn 0-3 og er þar með komið í góðan séns á að enda í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu, en lokaumferð deildarinnar fyrir tvískiptinguna er á sunnudaginn. FH-ingar gátu hins vegar tryggt sér sæti í efri hlutanum með stigi í kvöld en í staðin er liði komið í snúna stöðu fyrir 22. umferð Bestu deildarinnar. Rodri og Kjartan Henry.Vísir/Hulda Margrét Heimamenn í FH hófu þó leikinn töluvert betur í kvöld og fengu tvö dauðafæri á fyrsta hálftíma leiksins. Fyrst náði Hrannar Björn Steingrímsson, varnarmaður KA, að skalla skot Kjartans Henrys, framherja FH, yfir á marklínu. Seinna færi FH féll í skaut Gyrðis Hrafns Guðbrandssonar sem fékk boltann við vítapunkt KA en skot hans fór beint á Kristijan Jajalo, markvörð KA. Á 31. mínútu leiksins koma fyrsta markið og skoruðu gestirnir það, gegn gangi leiksins. Ásgeir Sigurgeirsson fékk þá boltann fyrir miðjum vítateig FH-inga og renndi honum til vinstri í hlaupaleið Jóans Símuns Edmundssonar sem var kominn einn gegn Daða Frey, markverði FH. Jóan Símun kláraði færið með því að renna boltanum undir Daða Frey og staðan orðin 0-1. Færeyingurinn fljúgandi, Jóan Símun Edmundsson.Vísir/Hulda Margrét KA bætti við forystu sína í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Harley Willard, leikmaður KA, tók þá aukaspyrnu hægra megin við teig FH-inga sem varnarmenn heimamanna skölluðu frá, beint á Harley Willard aftur. Harley lyfti þá boltanum á fjærstöngina þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson var aleinn og kom boltanum í mark FH. Staðan 0-2 fyrir KA í hálfleik þrátt fyrir að heimamenn höfðu verið töluvert betri í fyrri hálfleik út á vellinum. Gestirnir kláruðu svo leikinn eftir aðeins ellefu mínútna leik í síðari hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson, framherji KA, fékk þá boltann við vinstra teigarhorn heimamanna. Elfar Árni lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum upp í fjær hornið, óverjandi skot. Elfar Árni var frábær í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir þetta flaut leikurinn áfram án þess þó að liðin gerðu sig líklega til að skora þrátt fyrir að nóg væri eftir af leiknum. Leikurinn fjaraði því á endanum út. Af hverju vann KA? Í fyrri hálfleik nýtti KA sér þau tvö færi sem liðið fékk á meðan FH klúðraði tveimur dauðafærum. Fyrir vikið var staðan erfið fyrir heimamenn í hálfleik. Þrumuskot Elfars Árna var svo naglinn í kistu FH-inga í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Allt lið KA spilaði flottan varnarleik í leiknum og héldu á endanum hreinu. Elfar Árni var þó maður leiksins enda með tvö mörk. Það fyrri á besta tíma, rétt fyrir hálfleik, og það síðara af dýrari gerðinni. Kristijan Jajalo, markvörður KA. Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik var það færanýting framherja FH og í síðari hálfleik var það uppgjafar spilamennska heimamanna. Hvað gerist næst? Framundan er lokaumferð Bestu deildarinnar áður en deildinni verður skipt í tvennt. Umferðin fer öll fram á sunnudaginn og hefjast allir leikir klukkan 14:00. FH fer á Kópavogsvöll og mætir Breiðablik á meðan KA fer í Árbæinn og mætir Fylkir. Allt í einu eru það tvö lið sem við gætum farið upp fyrir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum sáttur eftir 0-3 sigur sinna manna á FH í Kaplakrika í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var bara mjög jafn. FH byrjaði betur og mér fannst við vera svolítið aftarlega og koma okkur ekki nógu ofarlega. Þeir hefðu getað skorað en við björgum frábærlega snemma leiks. Þannig að mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög jafn. Við förum inn með 2-0 forystu, mörkin okkar eru bæði mjög góð. Við vorum svolítið heppnir að fá ekki á okkur mark í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur um fyrri hálfleikinn. Ívar Örn reynir að stöðva Arnór Borg Guðjohnsen.Vísir/Hulda Margrét „Seinni hálfleikurinn er bara mjög góður. Við erum ekki að gefa mikla sénsa á okkur, við erum að vinna vel saman í vörninni, oftast að hugsa rétt hvernig við pressum og hvernig við hjálpum hvor öðrum. Við skorum svo frábært mark og menn voru svo orðnir smá slitnir og þreyttir hérna í lokin en bara frábær úrslit.“ KA stefnir á efri hlutann fyrir tvískiptingu að sögn Hallgríms þrátt fyrir að það sé ekki alveg í þeirra höndum. „Við erum núna bara búnir að vinna tvo í röð og löguðum markatöluna vel en við erum bara að einbeita okkur að því að mæta Fylkir og eiga góða frammistöðu og vinna þann leik svo sjáum við til. En það er rétt, allt í einu eru það tvö lið sem við gætum farið upp fyrir ef að við klárum okkar.“ Háloftabaráttan.Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur segir KA-menn sátta með sumarið og vonast eftir fleiri góðum úrslitum á næstunni. „Við erum bara búnir að vera í allt sumar í ótrúlega flottum leikjum. Við erum búnir að gera ótrúlega vel í bikarnum og Evrópu og kannski kostaði það okkur aðeins í deildinni á meðan. Við unnum bara einn leik á meðan við vorum í því. Það var bara eins og áður hefur komið fram mikið álag á okkur og Breiðablik. Við unnum Keflavík annars unnum við ekki leik á meðan það var. Deildin leið aðeins fyrir þetta en við erum gríðarlega ánægðir fyrir norðan með stöðuna á liðinu og bara úrslitin í sumar. Nú erum við bara vonandi að koma okkur í efri partinn sem við viljum vera.“ Besta deild karla FH KA Fótbolti Íslenski boltinn
FH fékk KA í heimsókn í dag í frestuðum leik úr 14. umferð í Bestu deild karla. KA sigraði leikinn 0-3 og er þar með komið í góðan séns á að enda í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu, en lokaumferð deildarinnar fyrir tvískiptinguna er á sunnudaginn. FH-ingar gátu hins vegar tryggt sér sæti í efri hlutanum með stigi í kvöld en í staðin er liði komið í snúna stöðu fyrir 22. umferð Bestu deildarinnar. Rodri og Kjartan Henry.Vísir/Hulda Margrét Heimamenn í FH hófu þó leikinn töluvert betur í kvöld og fengu tvö dauðafæri á fyrsta hálftíma leiksins. Fyrst náði Hrannar Björn Steingrímsson, varnarmaður KA, að skalla skot Kjartans Henrys, framherja FH, yfir á marklínu. Seinna færi FH féll í skaut Gyrðis Hrafns Guðbrandssonar sem fékk boltann við vítapunkt KA en skot hans fór beint á Kristijan Jajalo, markvörð KA. Á 31. mínútu leiksins koma fyrsta markið og skoruðu gestirnir það, gegn gangi leiksins. Ásgeir Sigurgeirsson fékk þá boltann fyrir miðjum vítateig FH-inga og renndi honum til vinstri í hlaupaleið Jóans Símuns Edmundssonar sem var kominn einn gegn Daða Frey, markverði FH. Jóan Símun kláraði færið með því að renna boltanum undir Daða Frey og staðan orðin 0-1. Færeyingurinn fljúgandi, Jóan Símun Edmundsson.Vísir/Hulda Margrét KA bætti við forystu sína í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Harley Willard, leikmaður KA, tók þá aukaspyrnu hægra megin við teig FH-inga sem varnarmenn heimamanna skölluðu frá, beint á Harley Willard aftur. Harley lyfti þá boltanum á fjærstöngina þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson var aleinn og kom boltanum í mark FH. Staðan 0-2 fyrir KA í hálfleik þrátt fyrir að heimamenn höfðu verið töluvert betri í fyrri hálfleik út á vellinum. Gestirnir kláruðu svo leikinn eftir aðeins ellefu mínútna leik í síðari hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson, framherji KA, fékk þá boltann við vinstra teigarhorn heimamanna. Elfar Árni lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum upp í fjær hornið, óverjandi skot. Elfar Árni var frábær í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir þetta flaut leikurinn áfram án þess þó að liðin gerðu sig líklega til að skora þrátt fyrir að nóg væri eftir af leiknum. Leikurinn fjaraði því á endanum út. Af hverju vann KA? Í fyrri hálfleik nýtti KA sér þau tvö færi sem liðið fékk á meðan FH klúðraði tveimur dauðafærum. Fyrir vikið var staðan erfið fyrir heimamenn í hálfleik. Þrumuskot Elfars Árna var svo naglinn í kistu FH-inga í síðari hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Allt lið KA spilaði flottan varnarleik í leiknum og héldu á endanum hreinu. Elfar Árni var þó maður leiksins enda með tvö mörk. Það fyrri á besta tíma, rétt fyrir hálfleik, og það síðara af dýrari gerðinni. Kristijan Jajalo, markvörður KA. Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik var það færanýting framherja FH og í síðari hálfleik var það uppgjafar spilamennska heimamanna. Hvað gerist næst? Framundan er lokaumferð Bestu deildarinnar áður en deildinni verður skipt í tvennt. Umferðin fer öll fram á sunnudaginn og hefjast allir leikir klukkan 14:00. FH fer á Kópavogsvöll og mætir Breiðablik á meðan KA fer í Árbæinn og mætir Fylkir. Allt í einu eru það tvö lið sem við gætum farið upp fyrir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum sáttur eftir 0-3 sigur sinna manna á FH í Kaplakrika í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var bara mjög jafn. FH byrjaði betur og mér fannst við vera svolítið aftarlega og koma okkur ekki nógu ofarlega. Þeir hefðu getað skorað en við björgum frábærlega snemma leiks. Þannig að mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög jafn. Við förum inn með 2-0 forystu, mörkin okkar eru bæði mjög góð. Við vorum svolítið heppnir að fá ekki á okkur mark í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur um fyrri hálfleikinn. Ívar Örn reynir að stöðva Arnór Borg Guðjohnsen.Vísir/Hulda Margrét „Seinni hálfleikurinn er bara mjög góður. Við erum ekki að gefa mikla sénsa á okkur, við erum að vinna vel saman í vörninni, oftast að hugsa rétt hvernig við pressum og hvernig við hjálpum hvor öðrum. Við skorum svo frábært mark og menn voru svo orðnir smá slitnir og þreyttir hérna í lokin en bara frábær úrslit.“ KA stefnir á efri hlutann fyrir tvískiptingu að sögn Hallgríms þrátt fyrir að það sé ekki alveg í þeirra höndum. „Við erum núna bara búnir að vinna tvo í röð og löguðum markatöluna vel en við erum bara að einbeita okkur að því að mæta Fylkir og eiga góða frammistöðu og vinna þann leik svo sjáum við til. En það er rétt, allt í einu eru það tvö lið sem við gætum farið upp fyrir ef að við klárum okkar.“ Háloftabaráttan.Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur segir KA-menn sátta með sumarið og vonast eftir fleiri góðum úrslitum á næstunni. „Við erum bara búnir að vera í allt sumar í ótrúlega flottum leikjum. Við erum búnir að gera ótrúlega vel í bikarnum og Evrópu og kannski kostaði það okkur aðeins í deildinni á meðan. Við unnum bara einn leik á meðan við vorum í því. Það var bara eins og áður hefur komið fram mikið álag á okkur og Breiðablik. Við unnum Keflavík annars unnum við ekki leik á meðan það var. Deildin leið aðeins fyrir þetta en við erum gríðarlega ánægðir fyrir norðan með stöðuna á liðinu og bara úrslitin í sumar. Nú erum við bara vonandi að koma okkur í efri partinn sem við viljum vera.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti