Taktu skrefið María Rún Bjarnadóttir skrifar 30. ágúst 2023 12:30 Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar. Kynferðislegt efni af börnum er barnaníðsefni. Það er níðingsháttur gegn barni að sýna það eða skoða á kynferðislegan hátt og það gildir hvort sem áhorfandinn þekkir barnið eða ekki, og hvort sem níðingsskapurinn á sér stað stafrænt eða ekki. Þessi hegðun er bæði ólögleg og refsiverð á Íslandi og í fjölmörgum öðrum ríkjum heims. Landamæraleysi og nafnleysi sem internetið býður uppá hefur stuðlað frekar að útbreiðslu barnaníðsefnis og annars konar kynferðisbrotum gegn börnum. Þó að þessi hörmung hafi fylgt internetinu lengi, er það hins vegar ekkert náttúrulögmál að barnaníð og kynferðislega samskipti við börn eigi sér þar stað. Það er hægt að breyta þessari þróun, en til þess þarf að breyta háttsemi og hegðun þeirra sem nýta netið með þessum skaðlega hætti. Barnaníðsefni er aðgengilegt á almennum og opnum svæðum á netinu og gengur líka kaupum og sölum á lokuðum svæðum og á djúpvefnum. Fullorðið fólk á samskipti við börn á samfélagsmiðlum og í gegnum tölvuleiki í kynferðislegum tilgangi. Allt þetta er að eiga sér stað á meðal okkar í daglegu lífi án þess að sum okkar viti af. Önnur eru með aðeins hraðari hjartslátt vegna þess að þau vita ekki bara af þessum veruleika heldur taka jafnvel þátt í honum sjálf. Einhver þessara einstaklinga eru fullmeðvituð um alvarleika háttsemi sinnar á meðan önnur telja sér trú um að efnið sem þau eru að skoða í kynferðislegum tilgangi sé bara klám, en ekki barnaníð. Öll þurfa þau að átta sig á vandanum og breyta háttsemi sinni. Á 112.is eru aðgengilegar upplýsingar og sjálfspróf fyrir þau sem hafa áhyggjur af eigin hegðun. Þar er að finna ráð um næstu skref og á taktuskrefid.is er hægt að fá aðstoð sérfræðinga við að breyta hegðunarmynsti sínu. Rannsóknir sýna að fullorðið fólk sem er í kynferðislegum samskiptum við börn eða skoðar kynferðislegt efni af börnum á netinu er almennt það sem kallað er „venjulegt fólk“. Það býr við hliðina á okkur, við förum með þeim í hádegismat og spilum við þau fótbolta. Þau eru ekki sjálfkrafa vont eða hræðilegt fólk, en það sem þau eru að gera er skaðlegt börnum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau sjálf og þeirra nánustu. Með nýrri vitundarvakningarherferð undir merkjum 112.is og Taktu Skrefið er athygli fólks vakin á að þau geti leitað sér aðstoðar til þess að breyta hegðun sinni þannig að þau skaði ekki börn og brjóti ekki af sér með tilheyrandi afleiðingum. Til þess að svo verði þarf þó að taka skrefið og leita sér aðstoðar. Höfundur er verkefnisstjóri netöryggis hjá ríkislögreglustjóra.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun