Fraus aftur í miðri setningu Máni Snær Þorláksson skrifar 30. ágúst 2023 21:38 Mitch McConnell fraus aftur í skamma stund á blaðamannafundi í dag. EPA/SHAWN THEW Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. McConnell, sem er 81 árs gamall, var búinn að tala í um tuttugu mínútur á blaðamannafundinum í dag þegar opnað var fyrir spurningar frá fjölmiðlum. McConnell var þá spurður hvort hann ætli sér að bjóða sig aftur fram sem öldungardeildarþingmaður árið 2026. Fyrst sagðist McConnell eiga erfitt með að heyra spurninguna. Spurningin var borin fram aftur og í kjölfarið fraus McConnell í nokkrar sekúndur. Þá var hann spurður hvort hann hefði heyrt spurninguna og svaraði hann því játandi. Ekkert svar kom þó við spurningunni og í kjölfarið var McConnell spurður hvort hann vildi yfirgefa svæðið. Senate Minority Leader Mitch McConnell appeared to freeze again during a gaggle with reporters in Kentucky, stopping for more than 30 seconds after he was asked if he would run for re-election. https://t.co/NLakpsQzyI pic.twitter.com/aHp8GinJsk— NBC News (@NBCNews) August 30, 2023 McConnell vildi þó ekki gera það strax en tveimur spurningum síðar yfirgaf hann fundinn. Talsmaður McConnell segir í samtali við NBC að hann hafi fengið svima á fundinum en að honum „líði vel“ þrátt fyrir það. Hann ætli þó að ræða við lækni áður en hann kemur fram næst. Það vakti töluverða athygli fyrir mánuði síðan þegar McConnell fraus í miðri setningu. McConnell var þá leiddur út af blaðamannafundinum en snéri svo aftur skömmu síðar og sagðist vera í lagi. Daginn eftir sagðist McConnell hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Hann hafi fengið svima og því stigið til hliðar í smá stund. Þá vildi hann ekki segja nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða hvort hann hafi hitt lækni eftir atvikið. visir.is/g/20232444319d/segist-vid-goda-heilsu?fbclid=IwAR0cqLknCoSBnD5vBzGWHb9OHmH6BoSnksdWNa7EZ_57rDNzjhaa47MDLfc Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
McConnell, sem er 81 árs gamall, var búinn að tala í um tuttugu mínútur á blaðamannafundinum í dag þegar opnað var fyrir spurningar frá fjölmiðlum. McConnell var þá spurður hvort hann ætli sér að bjóða sig aftur fram sem öldungardeildarþingmaður árið 2026. Fyrst sagðist McConnell eiga erfitt með að heyra spurninguna. Spurningin var borin fram aftur og í kjölfarið fraus McConnell í nokkrar sekúndur. Þá var hann spurður hvort hann hefði heyrt spurninguna og svaraði hann því játandi. Ekkert svar kom þó við spurningunni og í kjölfarið var McConnell spurður hvort hann vildi yfirgefa svæðið. Senate Minority Leader Mitch McConnell appeared to freeze again during a gaggle with reporters in Kentucky, stopping for more than 30 seconds after he was asked if he would run for re-election. https://t.co/NLakpsQzyI pic.twitter.com/aHp8GinJsk— NBC News (@NBCNews) August 30, 2023 McConnell vildi þó ekki gera það strax en tveimur spurningum síðar yfirgaf hann fundinn. Talsmaður McConnell segir í samtali við NBC að hann hafi fengið svima á fundinum en að honum „líði vel“ þrátt fyrir það. Hann ætli þó að ræða við lækni áður en hann kemur fram næst. Það vakti töluverða athygli fyrir mánuði síðan þegar McConnell fraus í miðri setningu. McConnell var þá leiddur út af blaðamannafundinum en snéri svo aftur skömmu síðar og sagðist vera í lagi. Daginn eftir sagðist McConnell hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Hann hafi fengið svima og því stigið til hliðar í smá stund. Þá vildi hann ekki segja nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða hvort hann hafi hitt lækni eftir atvikið. visir.is/g/20232444319d/segist-vid-goda-heilsu?fbclid=IwAR0cqLknCoSBnD5vBzGWHb9OHmH6BoSnksdWNa7EZ_57rDNzjhaa47MDLfc
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira