Hólmar Örn í bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:54 Erlingur lá í jörðinni í kjölfar atviksins Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann en aganefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hólmar hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik Vals og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum. Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ vegna atviks sem átti sér stað í umræddum leik en í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál úrskurðar nefndin meðal annars um mál sem framkvæmdastjóri KSÍ beinir til nefndarinnar. Er um að ræða atvik á 11. mínútu leiksins þar sem að Hólmar Örn Eyjólfsson virðist slæma hendi sinni í andlitið á Erlingi. Klippa: Atvikið milli Hólmars og Erlings í leik Vals og Víkings Fyrir aganefndinni lágu fyrir staðfestingar aðaldómara sem og aðstoðardómara hans sem segjast ekki hafa séð umrætt atvik og því ekki brugðist við vegna þess. „Það er mat nefndarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 28. ágúst sl. og jafnframt birtist á myndskeiðum sem fylgir greinargerð framkvæmdastjóra og greinargerð Vals, sé alvarlegt agabrot,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Í tilvitnuðu atviki hafi Hólmar Örn, leikmaður Vals, sýnt af sér alvarlega grófan og hættulegan leik. „Er hann slæmir hendi sinni í andlit leikmanns Víkings R. Erlings Agnarssonar. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla.“ Hólmar sé því úrskurðaður í eins leiks bann. Hólmar hafi ýtt Erlingi Fyrir aganefnd lá einnig fyrir skrifleg greinargerð Vals þar sem sagði að Hólmar Örn væri ekki að slá til Erlings. Hann ýti Erlingi frá sér eftir að Erlingur rífur í treyju hans. „Og hangir í honum og truflar Hólmar með ólögmætum hætti í sínum leik.“ Einnig megi sjá að Hólmar hugi strax að Erlingi og taki utan um hann og kanni hvort það sé í lagi með Erling. „Í kjölfarið stendur Erlingur strax upp á nokkra meiðsla. Hólmar, Erlingur og Erlendur dómari taka saman stutt spjall og leik haldið áfram.“ Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ vegna atviks sem átti sér stað í umræddum leik en í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál úrskurðar nefndin meðal annars um mál sem framkvæmdastjóri KSÍ beinir til nefndarinnar. Er um að ræða atvik á 11. mínútu leiksins þar sem að Hólmar Örn Eyjólfsson virðist slæma hendi sinni í andlitið á Erlingi. Klippa: Atvikið milli Hólmars og Erlings í leik Vals og Víkings Fyrir aganefndinni lágu fyrir staðfestingar aðaldómara sem og aðstoðardómara hans sem segjast ekki hafa séð umrætt atvik og því ekki brugðist við vegna þess. „Það er mat nefndarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 28. ágúst sl. og jafnframt birtist á myndskeiðum sem fylgir greinargerð framkvæmdastjóra og greinargerð Vals, sé alvarlegt agabrot,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Í tilvitnuðu atviki hafi Hólmar Örn, leikmaður Vals, sýnt af sér alvarlega grófan og hættulegan leik. „Er hann slæmir hendi sinni í andlit leikmanns Víkings R. Erlings Agnarssonar. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla.“ Hólmar sé því úrskurðaður í eins leiks bann. Hólmar hafi ýtt Erlingi Fyrir aganefnd lá einnig fyrir skrifleg greinargerð Vals þar sem sagði að Hólmar Örn væri ekki að slá til Erlings. Hann ýti Erlingi frá sér eftir að Erlingur rífur í treyju hans. „Og hangir í honum og truflar Hólmar með ólögmætum hætti í sínum leik.“ Einnig megi sjá að Hólmar hugi strax að Erlingi og taki utan um hann og kanni hvort það sé í lagi með Erling. „Í kjölfarið stendur Erlingur strax upp á nokkra meiðsla. Hólmar, Erlingur og Erlendur dómari taka saman stutt spjall og leik haldið áfram.“
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira