Langkvaldar langreyðar í boði stjórnvalda Ívar Örn Hauksson skrifar 6. september 2023 08:30 Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun