Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. september 2023 19:36 Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ástæðuna fyrir því að maður hafi ekki fengið að drekka eftir að hafa verið handtekinn. Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur.
Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira