Í þágu hverra á að forgangsraða innan Samgöngusáttmálans? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 10. september 2023 10:00 Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarlína Sveitarstjórnarmál Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar