Versti dagur lífs míns Sigríður Björk Þormar skrifar 10. september 2023 11:00 Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og sest ég því niður og skrifa þennan pistil. Ég skrifa hann því ég er óttaslegin um börnin okkar. Sjálfsvíg barna og ungs fólks þá sérstaklega ungra drengja eru hæst á Íslandi af öllum norðurlöndunum þrátt fyrir að eitthvað hafi dregið úr þeim síðastliðin ár samkvæmt samnorrænni rannsókn er Högni Óskarsson geðlæknir birti niðurstöður úr á læknaþingi nú í janúar. Í almennu forvarnasamhengi beinum við aðgerðum okkar að inngripum fyrir skaðandi aðstæður því það er það sem orðið for-vörn felur í sér. Við fræðum krakkana okkar um hvað gera skuli við smokkinn, hvernig honum skuli hæglega komið fyrir með öruggum máta áður en samfarir eiga sér stað. En við erum ekki nógu dugleg við að fræða börnin okkar um sjálfsvígshugsanir eða kenna þeim bjargráð við mikilli vanlíðan eins og streitustjórnun fyrr en aðstæður eru orðnar mjög alvarlegar. Við þurfum að vera öflugri í því að efla sjálfsmynd ungs fólks markvisst innan skólakerfisins og draga úr áhættuþáttum í því umhverfi eins og óhóflegri notkun samfélagsmiðla sem sýnt hefur verið fram á að valda almennri vanlíðan. Góð samvinna og skilningur ólíkra hagsmunaaðila um að láta sig geðheilsu og vellíðan barnanna okkar varða er nauðsynlegri nú en nokkurn tíma áður. Píeta samtökin eru öflug samtök og verða sífellt sterkari sem samfélagslegt afl í baráttunni gegn sjálfsvígum. Stefna stjórnar Píeta samtakanna er að efla enn frekar forvarnastarf samtakanna og ná enn betur til samfélagsins í heild, sérstaklega til þeirra sem vinna með börnum. Samvinna milli félagsmiðstöðvanna, skólakerfisins, heilsugæslunnar og íþróttafélaganna með fræðslu til barnanna okkar um kvíða, depurð og erfiðar hugsanir sem upp geta komið með eða án tengsla við lífsviðburði er lífsnauðsynlegt inngrip. Það krefst viðhorfsbreytingar bæði hjá kerfi og foreldrum, fjármagns, þjálfunar starfsfólks og þróun inngripa. Við þurfum að grípa börnin okkar áður en þau falla. Jafnframt þarf að styrkja vinnu með syrgjendur, þá sérstaklega foreldra barna og systkina barna er tekið hafa eigið líf því þau er tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að taka eigið líf en aðrir. Algengt er að fólk og jafnvel fagfólk sé óttaslegið við að ræða sjálfsvígshugsanir eða tala um sjálfsvíg við ungt fólk því heyrst hefur að slíkt geti aukið hættuna á sjálfsvígum. Það er ekki rétt heldur hefur verið sýnt fram á að opin umræða geti dregið úr líkum á sjálfsvígum. Í dag eru Pieta samtökin með tónleika á KEX hostel fram koma Gugusar, Kaktus Einarsson, Kvikindi og Systur. Það er ókeypis aðgangur en Píeta samtökin taka á móti frjálsum framlögum við hurð. Höfundur er formaður stjórnar Pietasamtakanna og doktor í læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf. Í dag er Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og sest ég því niður og skrifa þennan pistil. Ég skrifa hann því ég er óttaslegin um börnin okkar. Sjálfsvíg barna og ungs fólks þá sérstaklega ungra drengja eru hæst á Íslandi af öllum norðurlöndunum þrátt fyrir að eitthvað hafi dregið úr þeim síðastliðin ár samkvæmt samnorrænni rannsókn er Högni Óskarsson geðlæknir birti niðurstöður úr á læknaþingi nú í janúar. Í almennu forvarnasamhengi beinum við aðgerðum okkar að inngripum fyrir skaðandi aðstæður því það er það sem orðið for-vörn felur í sér. Við fræðum krakkana okkar um hvað gera skuli við smokkinn, hvernig honum skuli hæglega komið fyrir með öruggum máta áður en samfarir eiga sér stað. En við erum ekki nógu dugleg við að fræða börnin okkar um sjálfsvígshugsanir eða kenna þeim bjargráð við mikilli vanlíðan eins og streitustjórnun fyrr en aðstæður eru orðnar mjög alvarlegar. Við þurfum að vera öflugri í því að efla sjálfsmynd ungs fólks markvisst innan skólakerfisins og draga úr áhættuþáttum í því umhverfi eins og óhóflegri notkun samfélagsmiðla sem sýnt hefur verið fram á að valda almennri vanlíðan. Góð samvinna og skilningur ólíkra hagsmunaaðila um að láta sig geðheilsu og vellíðan barnanna okkar varða er nauðsynlegri nú en nokkurn tíma áður. Píeta samtökin eru öflug samtök og verða sífellt sterkari sem samfélagslegt afl í baráttunni gegn sjálfsvígum. Stefna stjórnar Píeta samtakanna er að efla enn frekar forvarnastarf samtakanna og ná enn betur til samfélagsins í heild, sérstaklega til þeirra sem vinna með börnum. Samvinna milli félagsmiðstöðvanna, skólakerfisins, heilsugæslunnar og íþróttafélaganna með fræðslu til barnanna okkar um kvíða, depurð og erfiðar hugsanir sem upp geta komið með eða án tengsla við lífsviðburði er lífsnauðsynlegt inngrip. Það krefst viðhorfsbreytingar bæði hjá kerfi og foreldrum, fjármagns, þjálfunar starfsfólks og þróun inngripa. Við þurfum að grípa börnin okkar áður en þau falla. Jafnframt þarf að styrkja vinnu með syrgjendur, þá sérstaklega foreldra barna og systkina barna er tekið hafa eigið líf því þau er tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að taka eigið líf en aðrir. Algengt er að fólk og jafnvel fagfólk sé óttaslegið við að ræða sjálfsvígshugsanir eða tala um sjálfsvíg við ungt fólk því heyrst hefur að slíkt geti aukið hættuna á sjálfsvígum. Það er ekki rétt heldur hefur verið sýnt fram á að opin umræða geti dregið úr líkum á sjálfsvígum. Í dag eru Pieta samtökin með tónleika á KEX hostel fram koma Gugusar, Kaktus Einarsson, Kvikindi og Systur. Það er ókeypis aðgangur en Píeta samtökin taka á móti frjálsum framlögum við hurð. Höfundur er formaður stjórnar Pietasamtakanna og doktor í læknavísindum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun