Bölvun íslensku perlunnar Kristófer Már Maronsson skrifar 15. september 2023 14:01 20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar. Sem betur fer eru flest leikrit skáldskapur og það leikrit sem Þórhildur Sunna lýsti er þar engin undantekning. Mig langar að hrekja fleiri bullyrðingar en ég geri í þessum pistli, því fæstir nenna að lesa mörg þúsund orða ritgerð, svo ég læt tvær stærstu duga. „Misskipting auðs á Íslandi fer ört vaxandi” Hér dregin upp mynd í leikriti Þórhildar Sunnu sem á ekki við nein rök að styðjast. Þetta virðist vera útbreiddur misskilningur sem mátti finna í leiðara Heimildarinnar ásamt fleiri rangfærslum um stöðuna í þjóðfélaginu fyrir nokkrum vikum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, svaraði þessu atriði á Heimildinni í vikunni með þessari mynd sem sýnir þróun síðustu 10 ára. Hér eru gögn Hagstofunnar um eigið fé (eignir að frádregnum skuldum) sett upp sem eign hverrar tíundar (10% af heildinni) sem hlutfall af heildarauði í landinu. Líkt og sjá má áttu ríkustu 10% landsmanna 70% af eignum landsins árið 2013 en í fyrra var hlutfallið orðið 54%. Þeir sem minnst eiga eru mjög nálægt því að komast í jákvætt eigið fé, þ.e.a.s. að hún eigi meira en hún skuldar. Þetta er stórmerkilegt því í þessari tíund er yfirleitt stór hluti námsmanna sem safnar skuldum áður en haldið er út í lífið og hefur ekki hafið eignasöfnun. Það er annað sem þarf að hafa í huga hér að á milli ára getur fólk færst á milli tíunda og margir sem byrja fullorðinsárin í neðstu tíundunum en vinna sig svo upp. Fullyrðing Þórhildar Sunnu er sem betur fer bara í leikritinu hennar, því hér er ekki vaxandi misskipting auðs heldur þvert á móti - eignajöfnuður er að aukast á Íslandi. „Kaupmáttur almennings rýrnar jafnt og þétt” Önnur sorgleg staðreynd sem Þórhildur Sunna segir frá í leikriti sínu er sú að kaupmáttur almennings sé að rýrna jafnt og þétt. Hún gleymir að vísu að tala um hvaða tímabil hún á við, en vissulega hefur í raunveruleikanum kaupmáttur rýrnað lítillega nokkra mánuði í röð - sáralítið á heildina litið en sum heimili koma verr út en önnur. Síðastliðin 10 ár hefur kaupmáttur þó aukist um yfir 40% að jafnaði - og mest í þeim hópum sem lægstar hafa tekjurnar líkt og birtist í kynningu á fjárlögum ársins. Þetta þýðir að fyrir launin sín getur fólk keypt meira en áður, laun hafa hækkað hraðar en verðlag. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að okkur hefur tekist að skapa meiri verðmæti innanlands en áður og það skapar rými fyrir launahækkunum. Á hinn bóginn eru einnig markviss skref sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið í ríkisstjórn sem stuðla að þessu, t.a.m. niðurfelling vörugjalda, lækkun tekjuskatts og fleiri skattalækkanir sem hafa bein áhrif á veski heimila. Aftur - mest hjá þeim sem minnstar hafa tekjurnar. Það ætti ekki að koma neinum á óvart enda er það hluti sjálfstæðisstefnunnar að tryggja afkomu og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Að lokum Það getur verið töfrandi að stíga í leikhús og miklir snillingar á sínu sviði hrífa okkur með sér inn í aðra veröld. Nokkrum klukkustundum síðar stígum við svo út úr leikhúsinu og aftur út í raunveruleikann. Sem betur fer er það eins í þessu tilfelli, leikrit Þórhildar Sunnu er ekki sá raunveruleiki sem við búum við hér á Íslandi. Hér er staðan góð þó áfram megi gera betur en hún er miklu betri en fyrri 10 árum síðan á flesta mælikvarða. Nýjar áskoranir berast samfélaginu reglulega og það tekur mismikið á að eiga við þær. Andúð á Sjálfstæðisflokknum er til staðar hjá háværum hóp í samfélaginu og reynir þessi hópur að skilgreina hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, með rógburði og ósannindum. Ég hvet alla til þess að kynna sér sjálfsstæðisstefnuna, sem er lífsviðurhorf frekar en hugmyndafræði. Þar er lögð áhersla á að tryggja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga og að þeir verði kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Slíku verkefni lýkur aldrei, því kynslóðir vaxa úr grasi og nýjar taka við - en við erum sannarlega á réttri leið. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Alþingi Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar. Sem betur fer eru flest leikrit skáldskapur og það leikrit sem Þórhildur Sunna lýsti er þar engin undantekning. Mig langar að hrekja fleiri bullyrðingar en ég geri í þessum pistli, því fæstir nenna að lesa mörg þúsund orða ritgerð, svo ég læt tvær stærstu duga. „Misskipting auðs á Íslandi fer ört vaxandi” Hér dregin upp mynd í leikriti Þórhildar Sunnu sem á ekki við nein rök að styðjast. Þetta virðist vera útbreiddur misskilningur sem mátti finna í leiðara Heimildarinnar ásamt fleiri rangfærslum um stöðuna í þjóðfélaginu fyrir nokkrum vikum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, svaraði þessu atriði á Heimildinni í vikunni með þessari mynd sem sýnir þróun síðustu 10 ára. Hér eru gögn Hagstofunnar um eigið fé (eignir að frádregnum skuldum) sett upp sem eign hverrar tíundar (10% af heildinni) sem hlutfall af heildarauði í landinu. Líkt og sjá má áttu ríkustu 10% landsmanna 70% af eignum landsins árið 2013 en í fyrra var hlutfallið orðið 54%. Þeir sem minnst eiga eru mjög nálægt því að komast í jákvætt eigið fé, þ.e.a.s. að hún eigi meira en hún skuldar. Þetta er stórmerkilegt því í þessari tíund er yfirleitt stór hluti námsmanna sem safnar skuldum áður en haldið er út í lífið og hefur ekki hafið eignasöfnun. Það er annað sem þarf að hafa í huga hér að á milli ára getur fólk færst á milli tíunda og margir sem byrja fullorðinsárin í neðstu tíundunum en vinna sig svo upp. Fullyrðing Þórhildar Sunnu er sem betur fer bara í leikritinu hennar, því hér er ekki vaxandi misskipting auðs heldur þvert á móti - eignajöfnuður er að aukast á Íslandi. „Kaupmáttur almennings rýrnar jafnt og þétt” Önnur sorgleg staðreynd sem Þórhildur Sunna segir frá í leikriti sínu er sú að kaupmáttur almennings sé að rýrna jafnt og þétt. Hún gleymir að vísu að tala um hvaða tímabil hún á við, en vissulega hefur í raunveruleikanum kaupmáttur rýrnað lítillega nokkra mánuði í röð - sáralítið á heildina litið en sum heimili koma verr út en önnur. Síðastliðin 10 ár hefur kaupmáttur þó aukist um yfir 40% að jafnaði - og mest í þeim hópum sem lægstar hafa tekjurnar líkt og birtist í kynningu á fjárlögum ársins. Þetta þýðir að fyrir launin sín getur fólk keypt meira en áður, laun hafa hækkað hraðar en verðlag. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að okkur hefur tekist að skapa meiri verðmæti innanlands en áður og það skapar rými fyrir launahækkunum. Á hinn bóginn eru einnig markviss skref sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið í ríkisstjórn sem stuðla að þessu, t.a.m. niðurfelling vörugjalda, lækkun tekjuskatts og fleiri skattalækkanir sem hafa bein áhrif á veski heimila. Aftur - mest hjá þeim sem minnstar hafa tekjurnar. Það ætti ekki að koma neinum á óvart enda er það hluti sjálfstæðisstefnunnar að tryggja afkomu og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Að lokum Það getur verið töfrandi að stíga í leikhús og miklir snillingar á sínu sviði hrífa okkur með sér inn í aðra veröld. Nokkrum klukkustundum síðar stígum við svo út úr leikhúsinu og aftur út í raunveruleikann. Sem betur fer er það eins í þessu tilfelli, leikrit Þórhildar Sunnu er ekki sá raunveruleiki sem við búum við hér á Íslandi. Hér er staðan góð þó áfram megi gera betur en hún er miklu betri en fyrri 10 árum síðan á flesta mælikvarða. Nýjar áskoranir berast samfélaginu reglulega og það tekur mismikið á að eiga við þær. Andúð á Sjálfstæðisflokknum er til staðar hjá háværum hóp í samfélaginu og reynir þessi hópur að skilgreina hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, með rógburði og ósannindum. Ég hvet alla til þess að kynna sér sjálfsstæðisstefnuna, sem er lífsviðurhorf frekar en hugmyndafræði. Þar er lögð áhersla á að tryggja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga og að þeir verði kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Slíku verkefni lýkur aldrei, því kynslóðir vaxa úr grasi og nýjar taka við - en við erum sannarlega á réttri leið. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun