Getum við öll verið leiðtogar? Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 16. september 2023 13:30 Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun