Fram hafði nokkuð góð tök á leiknum frá upphafi til enda gegn ÍR og heimakonur leiddu með þremur mörkum í hálfleik, staðan 15-12.
Í síaðri hálfleik dró enn frekar í sundur með liðunum og Fram náði mest tíu marka forskoti í stöðunni 24-14. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda of Framarar fögnuðu að lokum sjö marka sigri, 28-21.
Þá var svipað uppi á teningnum í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tók á móti Haukum. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku heimakonur völdin og leiddu með þremur mörkum í hálfleik.
Eyjakonur juku svo muninn jafnt og þétt á lokamínútum leiksins og unnu að lokum átta marka sigur, 29-21.