Öryggi sjúklinga og aðkoma þeirra Alma D. Möller skrifar 16. september 2023 22:40 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin helgar 17. september öryggi sjúklinga. Að þessu sinni er þema dagsins hvernig hækka megi rödd sjúklinga og virkja þá til þess að efla öryggi í heilbrigiðisþjónustu (e. Engaging patients for patient safety - Elevate the voice of patients). Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Alvarlegt atvik snertir mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Þegar alvarlegt atvik hefur hins vegar orðið þurfa viðbrögð stjórnenda og heilbrigðisstarfsmanna að vera markviss og rétt, bæði gagnvart sjúklingi og aðstandendum sem og því starfsfólki sem næst atvikinu stendur. Þegar hlutirnir fara á verri veg sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhyggð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Heilbrigðisráðherra hefur unnið lagafrumvarp sem er ætlað að skýra meðferð alvarlegra atvika sem og réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna. Eins og áður sagði er sjónum beint að hvernig megi virkja sjúklinga í eigin meðferð og öryggi. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Einnig er mikilvægt að sjúklingar og notendur heilbrigðisþjónustu hafi aðkomu að stefnumótun og að umbótastarfi. Heilbrigðisráðuneyti setti nýlega á fót Notendaráð heilbrigðisþjónustu. Þá hefur árlegt Heilbrigðisþing ráðherra gefist vel sem og aðgengi um Samráðsgátt. Embætti landlæknis leitast við að virkja sjúklinga og notendur æ meira: með viðtölum við rannsókn alvarlegra atvika ef það á við og með viðtölum þegar gerðar eru úttektir á heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er að auka samráð við sjúklingasamtök þegar úttektir eru undirbúnar eftir því sem við á. Þá gerir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ráð fyrir að stofnanir viðhafi reglulegar þjónustukannanir meðal notanda heilbrigðisþjónustu. Loks skal nefnt að landlæknir hyggst koma á fagráði um sjúklingaöryggi með aðkomu notenda. Í tilefni dagsins stendur Hlédís Sveinsdóttir, sem sjálf var þolandi alvarlegs atviks, að málþingi um rétt viðbrögð við alvarlegum atvikum. Þar talar m.a. norski fæðingalæknirinn Stian Westad sem varð valdur að alvarlegu atviki en heiðarleg viðbrögð hans voru þannig að eftir var tekið. Málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-16 og verður streymt á visir.is. Við verðum að gera betur þegar kemur að alvarlegum atvikum. Best er auðvitað að fyrirbyggja þau en ef atvik verður þá þurfa öll viðbrögð að vera skjót, fumlaus og rétt. Það þarf að viðurkenna það sem aflaga fór, rannsaka atvikið, draga af því lærdóm og hindra að það gerist aftur. Þá þarf heiðarleg samskipti og markvissan stuðning við þolendur sem og heilbrigðisstarfsfólk. Þannig eflum við öryggi sjúklinga og þar með heilbrigðisstarfsmanna. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin helgar 17. september öryggi sjúklinga. Að þessu sinni er þema dagsins hvernig hækka megi rödd sjúklinga og virkja þá til þess að efla öryggi í heilbrigiðisþjónustu (e. Engaging patients for patient safety - Elevate the voice of patients). Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Alvarlegt atvik snertir mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Þegar alvarlegt atvik hefur hins vegar orðið þurfa viðbrögð stjórnenda og heilbrigðisstarfsmanna að vera markviss og rétt, bæði gagnvart sjúklingi og aðstandendum sem og því starfsfólki sem næst atvikinu stendur. Þegar hlutirnir fara á verri veg sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhyggð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Heilbrigðisráðherra hefur unnið lagafrumvarp sem er ætlað að skýra meðferð alvarlegra atvika sem og réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna. Eins og áður sagði er sjónum beint að hvernig megi virkja sjúklinga í eigin meðferð og öryggi. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Einnig er mikilvægt að sjúklingar og notendur heilbrigðisþjónustu hafi aðkomu að stefnumótun og að umbótastarfi. Heilbrigðisráðuneyti setti nýlega á fót Notendaráð heilbrigðisþjónustu. Þá hefur árlegt Heilbrigðisþing ráðherra gefist vel sem og aðgengi um Samráðsgátt. Embætti landlæknis leitast við að virkja sjúklinga og notendur æ meira: með viðtölum við rannsókn alvarlegra atvika ef það á við og með viðtölum þegar gerðar eru úttektir á heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er að auka samráð við sjúklingasamtök þegar úttektir eru undirbúnar eftir því sem við á. Þá gerir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ráð fyrir að stofnanir viðhafi reglulegar þjónustukannanir meðal notanda heilbrigðisþjónustu. Loks skal nefnt að landlæknir hyggst koma á fagráði um sjúklingaöryggi með aðkomu notenda. Í tilefni dagsins stendur Hlédís Sveinsdóttir, sem sjálf var þolandi alvarlegs atviks, að málþingi um rétt viðbrögð við alvarlegum atvikum. Þar talar m.a. norski fæðingalæknirinn Stian Westad sem varð valdur að alvarlegu atviki en heiðarleg viðbrögð hans voru þannig að eftir var tekið. Málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-16 og verður streymt á visir.is. Við verðum að gera betur þegar kemur að alvarlegum atvikum. Best er auðvitað að fyrirbyggja þau en ef atvik verður þá þurfa öll viðbrögð að vera skjót, fumlaus og rétt. Það þarf að viðurkenna það sem aflaga fór, rannsaka atvikið, draga af því lærdóm og hindra að það gerist aftur. Þá þarf heiðarleg samskipti og markvissan stuðning við þolendur sem og heilbrigðisstarfsfólk. Þannig eflum við öryggi sjúklinga og þar með heilbrigðisstarfsmanna. Höfundur er landlæknir.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun