Sjáðu jöfnunarmark nýliðans í Árbænum og öll hin úr Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2023 10:01 Þóroddur Víkingsson skorar jöfnunarmark Fylkis gegn ÍBV. vísir/anton Þóroddur Víkingsson tryggði Fylki stig gegn ÍBV í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla með sínu fyrsta marki í efstu deild. Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira