Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi. Reitir 4 – 5 – 6 – 7a voru rýmdir á mánudagskvöld vegna mikillar úrkomu á svæðinu og aukinni hættu á aurskriðum.
Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara niður á óvissustig almannavarna. Farið var á hættustig Almannavarna á mánudag vegna mikilla rigninga á Austfjörðum.