„Geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju, hent okkur ofan í og mokað yfir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 20:01 Theódór Óskarsson segir það fráleitt ef loka eigi félagsheimilinu. Vísir/Einar Eldri borgarar í Árbænum eru uggandi yfir orðrómi um hugsanlega lokun félagsmiðstöðvar þeirra. Borgarfulltrúi minnihlutans segir fráleitt eigi þetta við rök að styðjast og kallar eftir betri upplýsingagjöf frá velferðarsviði. Fyrir helgi greindi Morgunblaðið frá neyðarkalli eldri borgara í Árbænum vegna þess sem þeir kalla „síendurteknar hótanir“ frá borginni um að loka eigi félagsmiðstöðinni við Hraunbæ 105. Daginn eftir svaraði leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og sagði að ekki væri unnið að neinu slíku hjá öldrunarsviði. Engin áform væru um að breyta félagsmiðstöðinni í skrifstofuhúsnæði. Björn Gíslason, Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, frétti af áhyggjum eldri borgaranna og fundaði með þeim í fyrradag. Er hann skoðaði málið komst hann að því að starfshópur innan velferðarsviðs væri að skoða félagsmiðstöðvar borgarinnar heildrænt. Mögulega ætti að breyta miðstöðinni í Árbæ í samfélagsmiðstöð. Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur hópurinn það hlutverk að kortleggja húsakynni og starfsemi félagsmiðstöðva borgarinnar. Á hópurinn að skoða hvort þau henti sem samfélagshús og koma jafnframt með tillögur um framtíðarnýtingu húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsstarf. Björn segir starfshópinn valda ugg meðal þeirra sem mæta í félagsmiðstöðina. „Fólkið var kvíðið, það verður bara að segja eins og er. Þetta er mikið mál fyrir íbúana því við viljum að fólk sé sem lengst heima, þá er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona félagsmiðstöð eins og her í Hraunbæ 105. Þetta er mikið lýðheilsumál. Þannig þetta er algjörlega fráleit hugmynd, ef þessi sparnaðaráform eiga að vera þannig að það eigi að fara loka eða sameina einhverjar frístundamiðstöðvar, það er ekki inni í myndinni í mínum huga. Þetta er sá flokkur sem síst á að spara í, við viljum að fólk sé sem lengst heima,“ segir Björn. Prjónaklúbbur hittist vikulega í félagsheimilinu.Vísir/Einar Hann segir íbúa þurfa að fá meiri upplýsingar frá borginni svo það lifi ekki í þessum ótta. Theódór Óskarsson er einn Árbæinga sem sækir miðstöðina í gríð og erg. Hann býr í Hraunbæ 103, blokk sem er samtengd félagsmiðstöðinni en meðalaldurinn í húsinu er 84 ár. Hann óttast að Árbæingum verði gert að ferðast í Grafarvog til þess að komast í félagsmiðstöð. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort menn með göngugrindur, hækjur og hjólastóla. Fara að sækja þetta í Grafarvog. Það fer enginn. Þeir geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju og hent okkur þar ofan í og mokað yfir,“ segir Theódór. Eldri borgarar Reykjavík Félagsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Fyrir helgi greindi Morgunblaðið frá neyðarkalli eldri borgara í Árbænum vegna þess sem þeir kalla „síendurteknar hótanir“ frá borginni um að loka eigi félagsmiðstöðinni við Hraunbæ 105. Daginn eftir svaraði leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og sagði að ekki væri unnið að neinu slíku hjá öldrunarsviði. Engin áform væru um að breyta félagsmiðstöðinni í skrifstofuhúsnæði. Björn Gíslason, Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, frétti af áhyggjum eldri borgaranna og fundaði með þeim í fyrradag. Er hann skoðaði málið komst hann að því að starfshópur innan velferðarsviðs væri að skoða félagsmiðstöðvar borgarinnar heildrænt. Mögulega ætti að breyta miðstöðinni í Árbæ í samfélagsmiðstöð. Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur hópurinn það hlutverk að kortleggja húsakynni og starfsemi félagsmiðstöðva borgarinnar. Á hópurinn að skoða hvort þau henti sem samfélagshús og koma jafnframt með tillögur um framtíðarnýtingu húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsstarf. Björn segir starfshópinn valda ugg meðal þeirra sem mæta í félagsmiðstöðina. „Fólkið var kvíðið, það verður bara að segja eins og er. Þetta er mikið mál fyrir íbúana því við viljum að fólk sé sem lengst heima, þá er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona félagsmiðstöð eins og her í Hraunbæ 105. Þetta er mikið lýðheilsumál. Þannig þetta er algjörlega fráleit hugmynd, ef þessi sparnaðaráform eiga að vera þannig að það eigi að fara loka eða sameina einhverjar frístundamiðstöðvar, það er ekki inni í myndinni í mínum huga. Þetta er sá flokkur sem síst á að spara í, við viljum að fólk sé sem lengst heima,“ segir Björn. Prjónaklúbbur hittist vikulega í félagsheimilinu.Vísir/Einar Hann segir íbúa þurfa að fá meiri upplýsingar frá borginni svo það lifi ekki í þessum ótta. Theódór Óskarsson er einn Árbæinga sem sækir miðstöðina í gríð og erg. Hann býr í Hraunbæ 103, blokk sem er samtengd félagsmiðstöðinni en meðalaldurinn í húsinu er 84 ár. Hann óttast að Árbæingum verði gert að ferðast í Grafarvog til þess að komast í félagsmiðstöð. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort menn með göngugrindur, hækjur og hjólastóla. Fara að sækja þetta í Grafarvog. Það fer enginn. Þeir geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju og hent okkur þar ofan í og mokað yfir,“ segir Theódór.
Eldri borgarar Reykjavík Félagsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira