„Það er í raun ótrúlegt að ég skyldi sleppa lifandi frá þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 24. september 2023 19:31 Ingunn vonast til að árásarmaðurinn fái þá hjálp sem hann þurfi. steingrímur dúi Þrátt fyrir að hafa fengið minnst sextán stunguáverka í ofsafenginni hnífaárás nemanda síns í Noregi segist Ingunn ekki bera kala til hans. Rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hafi bjargað lífi hennar. Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í dag er mánuður liðinn frá því að Ingunn Björnsdóttir varð fyrir fólskulegri hnífaárás nemanda í Oslóarháskóla í Noregi þar sem hún hefur starfað í áratug. Daginn örlagaríka mætti nemandinn á fund til Ingunnar og samstarfskonu hennar. Þegar fundinum var að ljúka segir Ingunn nemandann hafa skyndilega dregið upp hníf. Skar fyrst í hálsinn „Hann byrjaði hérna,“ segir Ingunn og bendir á hálsinn. Hún segir hann hafa sagt nokkuð sem hún vilji ekki hafa eftir honum, en þar með hafi henni orðið ljóst að hann vildi meiða hana. „Svo fannst mér líða heil eilífð þar sem við öskruðum eins og ljón.“ Á örskömmum tíma veitti árásarmaðurinn Ingunni minnst sextán stunguáverka. Stuttu síðar komu starfsmenn skólans aðvífandi. Ingunn segist muna vel eftir árásinni, hún hafi verið með meðvitund allt þar til hún var svæfð á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu. Henni hafi strax orðið ljóst að nemandinn ætlaði sér að meiða hana. „Hann sagði það. Ekki með þessum orðum, en það var ljóst að það var ég.“ Þú veist ekki af hverju? „Nei ég veit ekki af hverju.“ Ingunn lá þungt haldin á spítala.Ingunn Björnsdóttir Samstarfsfólkið brást rétt við Ingunn segist hafa varist grimmt og það sjáist vel á áverkum hennar. „Ég hefði ekki sloppið lifandi út úr þessu ef kollegi minn hefði ekki verið þarna og vegna kolleganna sem komu aðvífandi. Það er í raun ótrúlegt að ég skyldu sleppa lifandi frá þessu.“ Hún hafi þó ekki hræðst dauðann. „Hann stakk mig hérna,“ segir Ingunn og bendir á síðuna. „Hnífurinn kom hér inn í síðuna og þá hugsaði ég: Ég lifi þetta ekki af, en það var svo skrítið að þá var ég ekkert hrædd en svo kemur adrenalínið og ég fann engan sársauka á meðan hann var að þessu.“ Ber engan kala til árásarmannsins Ingunn hefur tekið árásinni af miklu æðruleysi og segist ekki reið. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Ingunn hefur verið á Íslandi frá því að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi í byrjun mánaðar og hefur sagt íbúð sinni í Osló upp. „Þetta var kjallaraíbúð og það var hægt að horfa niður á rúmið mitt. Ég hefði ekki getað sofið rólega í því rúmi.“ steingrímur dúi Tekur einn dag í einu Aðspurð segist hún ekki vita hvort eða hvenær hún snúi aftur til kennslu. Ef hann myndi biðjast afsökunar, er þetta eitthvað sem þú getur fyrirgefið? „Tökum einn dag í einu.“ Samkvæmt norska miðlinum Khrono hefur nemandanum verið gert að sæta geðrannsókn. Hann var á föstudaginn úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Noregur Íslendingar erlendis Erlend sakamál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43 Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Nemandinn sem stakk Ingunni áfram í gæsluvarðhaldi Nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Óslóarháskóla, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Nemandinn hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. 22. september 2023 20:43
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent