Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir Skúli Helgason skrifar 26. september 2023 09:00 Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Leikhús Reykjavík Menning Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Tjarnarbíó hefur um árabil verið heimili sjálfstæðra sviðslista í borginni og heldur úti magnaðri starfsemi allan ársins hring. Í mínum huga er Tjarnarbíó ekki aðeins heimili sjálfstæðra sviðslista heldur lífsnauðsynlegur vettvangur fyrir frumleika, spennandi frumsköpun og fjölbreytt grasrótarstarf sem nærir íslenska menningu hvort sem er á sviði leiklistar, danslistar, uppistands eða tónlistar. Tjarnarbíó er líka sá staður þar sem framtíðin í íslenskum sviðslistum stígur gjarnan sín fyrstu skref á opinberu sviði og því bráðnauðsynlegur staður í íslensku menningarflórunni. Metnaðurinn í starfinu hefur verið mikill og eiginlega ótrúlegur undanfarin ár þrátt fyrir miklar áskoranir í aðstöðumálum en hið fornfræga hús í Tjarnargötunni sem hýsti leiksýningar og kvikmyndasýningar, m.a. Fjalakattarins á síðustu öld er barn síns tíma og setur starfseminni þröngar skorður. Það hefur því lengi verið ljóst að finna þyrfti nýjar leiðir til að bæta úr aðstöðumálum þar á bæ og treysta reksturinn svo starfið lognist ekki út af. Það er mikið undir því þróunin í aðstöðumálum sviðslista á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung undanfarin ár og sífellt verið í færri hús að venda fyrir ungt sviðslistafólk. Loftkastalinn, Gaflaraleikhúsið og Iðnó sem leikhús hafa öll horfið af sjónarsviðinu og við svo búið má ekki standa. Nýtt samstarf Reykjavíkurborgar og ríkisins um eflingu Tjarnarbíós Það var síðastliðið haust sem við sem förum fyrir menningarmálum hjá Reykjavíkurborg tókum upp samtal við forsvarsmenn Tjarnarbíós um leiðir til að efla starf þess en þá var orðið ljóst að tvísýnt gæti orðið um starfsemina ef ekki kæmi til viðbótar stuðningur. Sviðið er lítið, salurinn tekur rétt um 180 áhorfendur í sæti og hafna hefur þurft mörgum álitlegum verkefnum á liðnum árum út af aðstöðuleysi, þar með talið alþjóðlegum samstarfsverkefnum, sem hefðu skapað spennandi listræn tækifæri - mörg hver með aðgang að erlendu fjármagni. Við ákváðum að leita eftir samstarfi við ríkið og fengum jákvæðar undirtektir frá Lilju Alfreðsdóttur menningar – og viðskiptaráðherra við hugmynd um samstarf Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins um eflingu starfseminnar. Síðan hefur verið unnið að því að útfæra í hverju það myndi felast og liggur niðurstaðan nú fyrir með samkomulagi okkar um þrenns konar aðgerðir. Hærri framlög og sóknarplan Í fyrsta lagi leggja ríki og borg fram viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn á yfirstandandi leikári sem hækkar um nærri helming rekstrarframlögin til Tjarnarbíós miðað við núverandi samning borgarinnar en hann kveður á um 22 milljónir króna á ári að viðbættu húsnæðisframlagi sem metið er á 40 milljónir.Þá verður ráðist í greiningu á því hvernig megi bæta aðstöðu Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista á höfuðborgarsvæðinu og verður hún unnin í haust. Í þriðja lagi munum við sameiginlega leita leiða til að kortleggja hvernig megi gera rekstur Tjarnarbíós sjálfbærari með aðkomu fjármálasérfræðinga ríkis og borgar. Sú greining mun sömuleiðis verða unnin á næstu mánuðum. Hér er því lagt upp sóknarplan fyrir Tjarnarbíó sem við stefnum á að skili sér í bættri aðstöðu sjálfstæðra sviðslista og traustari rekstrarstöðu Tjarnarbíós. Við þurfum á sterku Tjarnarbíói að halda sem deiglu sjálfstæðra sviðslista við hlið stóru leikhúsanna í borginni og nú er lagt upp í ferð sem vonandi skilar hressandi niðurstöðu. Höfundur er formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun