Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 14:54 Árásin átti sér stað ofarlega á Hverfisgötu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm/Sara Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Nálægt tvö hundruð manns tilkynnt um veikindi eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Nálægt tvö hundruð manns tilkynnt um veikindi eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira