Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga Hildur Harðardóttir skrifar 28. september 2023 08:00 Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jafnréttismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum kemur skýrt fram hvers vegna þörf er á samráðs- og samstöðuvettvangi líkt og félagið hefur verið frá stofnun þess fyrir sjö árum. Skýrslan um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Niðurstöður sýna því miður að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi innan 12 stærstu fyrirtækja atvinnugreinarinnar á síðastliðnum tveimur árum. Þvert á móti hefur ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan þessara fyrirtækja farið úr 36% prósentustigum niður í 32%. Hverjar eru góðu fréttirnar? Sem fyrr finnum við fyrir sterkum vilja orku- og veitufyrirtækja í að efla jafnrétti og fjölbreytileika í geiranum. Þessi fyrirtæki hafa veitt Konum í orkumálum stuðning við þau verkefni sem félagið leggur áherslu á, meðal annars þessa skýrslu, og er það ómetanlegt. Við sjáum vísbendingar um að það örli á breytingum sem vonandi koma fram í nánustu framtíð í helstu áhrifastöðum innan fyrirtækjanna. Á aldursbilinu 30-44 ára eru nefnilega tvöfalt fleiri kvenkyns en karlkyns framkvæmdastjórar. Þetta sjáum við í ár eftir að hafa kafað dýpra í gögn til þess að átta okkur betur á samsetningu kynja, aldurs og reynslu í stjórnunarstöðum og þeim tækifærum sem hafa skapast til þess að ráða inn fleiri konur. Fimm karlkyns forstjórar en ein kona Tækifærin til að fjölga kvenstjórnendum hafa verið til staðar undanfarið. Að minnsta kosti sex ráðningar á forstjórum hafa átt sér stað á síðustu sex árum, þar af hafa verið ráðnir fimm karlar og einungis ein kona. Einn karlanna tók við af kvenkyns forstjóra. Kynjahlutfall heildarfjölda starfsfólks í þessum 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum sem skýrslan byggir á hefur staðið í stað í 27/73 prósentum síðan árið 2020. Er þessi karllæga atvinnugrein frábrugðin öðrum atvinnugreinum þegar kemur að ráðningu æðsta stjórnanda? Eins og frægt er hafa einungis sjö konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni samanborið við hundruð karla sem endurspeglar líka kynjahlutföll forstjóra í stærstu fyrirtækjum landsins. Þarna er glerþak til staðar og skýringarnar eflaust margar en staðalímyndir, ómeðvitaðir fordómar og þriðja vaktin hafa vafalaust áhrif. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ára Jafnrétti og fjölbreytileiki á sér margar hliðar og eitt af því sem við sjáum í okkar gögnum er minni aldursdreifing kvenna í æðstu stöðum. Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri er yfir 60 ára, samanborið við 17 karlkyns framkvæmdastjóra. Mögulega skýrist það af kynjasamsetningu geirans í áranna rás. Gögnin sýna líka að meiri líkur eru á því að karl sé ráðinn í stað karls en kona. Ætli þessar niðurstöður hafi líka endurspeglast í síðustu könnun félagsins um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum? Þar kom fram að konur upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. Það er ljóst af niðurstöðum skýrslunnar í ár að tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn og nýta betur hæfileika þeirra og reynslu. Áfram gakk! Jafnrétti og fjölbreytileiki er hagsmunamál allra í orku- og veitugeiranum. Sem betur fer heyrum við af jákvæðum fréttum frá fyrirtækjum í geiranum sem ekki rötuðu inn í skýrsluna að þessu sinni. Okkar von er að þessar niðurstöður verði hvatning til þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa í ráðningum að horfa til fjölbreytileika og hafa þor til að veðja á að leiðtogahæfileikar og reynsla kvenna skili sama ávinningi til fyrirtækjanna eins og karla. Það er löngu orðið þekkt að aukið jafnrétti og fjölbreytileiki skilar sér í sterkari rekstrarstöðu og góðum ákvörðunum í þágu sjálfbærrar þróunar. Nú er tækifærið að sýna það í verki að orku- og veitugeirinn geti verið öðrum atvinnugreinum fyrirmynd á Íslandi og víðar. Skýrsluna má finna á www.kio.is Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar