Um túlkun Mannréttindastjóra Reykjavíkur á kynrænu sjálfræði Eva Hauksdóttir skrifar 2. október 2023 14:01 Þegar lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt á Alþingi var fyrirsjáanlegt að það að hver og einn gæti valið sér kyn að eigin geðþótta myndi leiða af sér heilmikinn vandræðagang. Samfélagsumræðan varð þó ekki nærri eins mikil og heit og búast hefði mátt við. Kannski töldu fáir þeirra sem ekki eru „kynsegin“ (trans eða kynflæðandi) eða hafa sérstakan áhuga á hinseginmálum sér koma þetta við. Hér sem annarsstaðar voru áhyggjur af því að karlar færu að keppa í kvennaflokki í íþróttum afgreiddar sem transfóbía. Sömuleiðis voru vangaveltur um það hvort lögin myndu veita óprúttnum körlum aðgang að kvennafangelsum og kvennaathvörfum afskrifaðar sem bábiljur og hatur. Borgarstjórnarfulltrúi brást við hugleiðingum um það hvort karlar gætu þá ekki valsað um í búningsklefum kvenna með athugasemd í þá veru að konur þyrftu ekki að vera svona hræddar við að sjá typpi. Til hvers að vera að tala um það? Nú um helgina skapaðist umræða á samfélagsmiðlum út frá sögu um að 9 ára stúlkur í skólasundi hefðu rekist á karlmann í búningsklefanum. Frettin.is hafði það svo eftir forstöðumanni sundlaugar að samkvæmt leiðbeiningum mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar stæðu lög um kynrænt sjálfræði í vegi fyrir því að hægt væri að hindra karlmenn sem skilgreina sig sem konur í því að nota búningsaðstöðu kvenna. Í sömu umfjöllun var birt svar mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn um þetta, þar sem þessi stefna er staðfest. https://frettin.is/2023/09/29/stulkuborn-i-rimaskola-maettu-karlmanni-i-sturtuklefa-grafarvogslaugar/ Ég varpaði fram eftirfarandi tillögu á Facebook: Í þessu tilviki er til lausn sem allir ættu að geta vel við unað. Í stað kynjaskiptra búningsklefa verður boðið upp á klefa fyrir fólk af öllum kynjum með typpi og annan fyrir fólk af öllum kynjum með píku. Þá fara litlar stelpur ekki í kvennaklefann heldur í píkuklefann og með þeim allir karlmenn sem hafa píku en engin kona sem skartar typpi. Tillagan fékk litlar undirtektir en margir voru ósáttir við að ég skyldi vekja máls á þessu. Ástæðurnar sem netverjar gáfu fyrir því að atvikið ætti að liggja í þagnargildi eru aðallega eftirfarandi: Frásögnin er áreiðanlega upplogin enda frettin.is ekki fjölmiðill heldur ómerkilegt blogg öfgafólks. Langflest fólk með ódæmigerð kyneinkenni notar sérklefa þar sem þeir eru í boði, þessi atvik eru því svo sjaldgæf að það er ekki orð á þeim hafandi. Umræða um þessi mál er vatn á myllu þeirra sem hata hinsegin fólk. Hvað varðar þriðja liðinn þá er er ekki hægt að útiloka fordómafullt fólk frá samfélagsumræðu og reyndar er upplýst umræða frekar til þess fallin að draga úr fordómum en þögnin. Auk þess stórefast ég um að hinsegin og kynsegin fólki sé einhver greiði gerður með því að forðast umræðu um árekstra milli réttinda þess og viðhorfa samfélagsins eða hættuna á því að glæpamenn og dónar misnoti ófullkomin lög og undarlega stjórnsýsluframkvæmd. Ég skal éta úldna síld (ég treysti mér ekki í hattinn) upp á það að flest kynsegin fólk sé sammála því að ekki sé tímabært að bjóða stúlkubörnum í skólasundi upp á það að bera sig fyrir framan fólk með typpi. Þegar réttindi fárra rekast á við velsæmiskennd meirihlutans Að mínu viti skiptir ekki máli hver sagði söguna eða hversu algeng slík atviki eru. Það liggur fyrir svar frá mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar sem staðfestir, með vísun í mannréttindastefnu borgarinnar, að fólk með typpi megi nota búningsklefa kvenna. Samkvæmt skólastjóra og forstöðumanni sundlaugar gildir það líka á þeim tímum sem grunnskólabörn í skyldusundi nota aðstöðuna. Níu ára telpur geta þannig ekki afþakkað tillasýningar á skólatíma. Með öðrum orðum; hegðun sem fyrir 15 árum hefði kallast brot gegn blygðunarsemi flokkast nú sem mannréttindi þeirra sem hana stunda. Óháð því hvort stúlkubörnum í skyldunámi sé raunverulega boðið upp á búningsaðstöðu með fullorðnum limberum þá bjóða gildandi lög upp á það, að mati mannréttindastjórans. Í öllum samfélögum ríkja velsæmishugmyndir. Lög ná ekki alltaf utan um þær. Það er mismikið vit í þeim og þær geta verið dragbítur á réttindabaráttu og viðhorfsbreytingar. Á áttunda áratugnum varð samkynhneigt fólk fyrir því að missa vinnu og leiguhúsnæði, þegar komst upp um sambönd þess, einfaldlega af því að kynhegðun þess þótti ónáttúruleg þótt enginn yrði hennar var. Ég man eftir kaffistofuumræðum um það hvort fangar ættu virkilega að þurfa að þola það að samkynhneigðir fangaverðir gerðu líkamsleit á þeim. Þótt ég hefði engar áhyggjur af því sjálf að fangaverðir og löggur litu viðföng sín girndarauga þá skildi ég alveg að þessar aðstæður gætu sært blygðunarkennd einhverra. Viðhorfsbreytingar taka tíma. Ég efast ekki um að það komi að því að Þjóðkirkjan geti dustað rykið af teikningunum af Kristi hinum kynflæðandi, sem árið 2020 misbauð velsæmiskennd hennar tryggustu gesta. Kannski kemur líka að því að skólastelpum finnist ekkert óþægilegra að sjá typpi en að sjá rassa skólasystra sinna. En hvernig sem velsæmishugmyndir okkar verða eftir 10 ár eða 100 ár, þá lítur meirihlutinn almennt svo á, árið 2023, að konur eigi sem minnst að þurfa að verða varar við aðra tittlinga en þá sem þær velja meðvitað að berja augum og að smástelpur eigi helst aldrei að hafa fullvaxta tittling fyrir augunum. Það er hægt að leyfa tittlinga í kvennaklefum en það er ekki hægt að breyta velsæmishugmyndum almennings í einu vetfangi með lagasetningu eða skipun ofan frá. Lagatúlkun Mannréttindastjórans Núna um helgina hugsaði ég sem svo að það væri hægt að hindra aðgengi typpafólks að búningsklefum sem hingað til hafa kallast kvennaklefar með því að kenna búningsklefa við kynfæri í stað kyns. Ég skil að transkonu geti þótt óþægilegt að hátta sig með körlum en mér finnst réttara að fullorðnar konur með typpi takist á við viðkvæmni sína með því að fara í typpaklefann en að litlar stelpur þurfi að venja sig af viðkvæmni sinni með því að deila kvennaklefanum með typpakonum. En sennilega gengur mín lausn um typpa- og pikuklefa ekki upp heldur. Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010, gerir nefnilega ráð fyrir því að kynin séu tvö. Þar er t.d. talað um salerni fyrir hvort kyn, sturtur fyrir hvort kyn og „búningsaðstöðu karla“. Þetta er nú ekki beinlínis til að einfalda málin. Reglugerðin er náttúrulega skrifuð á þeim tíma sem kyn ákvarðaðist af líkamlegum eiginleikum en hún er nú samt í gildi, eins og stjórnarskráin sem gerir einnig ráð fyrir körlum og konum og engum öðrum kynjum. Og hvað þá? Sitja Reykvíkingar þá bara uppi með að útilokað sé að hindra aðgengi fólks með typpi að búningsklefum fólks sem ekki er með typpi? Sennilega. Í það minnsta á meðan Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur ekki rænu á að lesa lög um kynrænt sjálfræði í ljósi annarra laga, svosem barnaverndarlaga, grunnskólalaga og ákvæðis almennra hegningarlaga um brot gegn blygðunarsemi. Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar virðist ekki vita að þegar eitthvað hljómar eins og algert rugl, þá eru nokkuð góðar líkur á að það sé einmitt rugl. Það á t.d. við um þá túlkun Mannréttindastjóra að ekki sé hægt að skikka fólk með typpi til að nota annaðhvort búningsklefa karla eða sérklefa. Það er augljóslega rugl og enginn greiði við transfólk eða nokkurn minnihlutahóp. Líklega væri það brýnna þjóðþrifaverk að losna við rugludalla úr mannréttindastofnunum borgarinnar en typpalinga úr búningsklefum kvenna. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Þegar lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt á Alþingi var fyrirsjáanlegt að það að hver og einn gæti valið sér kyn að eigin geðþótta myndi leiða af sér heilmikinn vandræðagang. Samfélagsumræðan varð þó ekki nærri eins mikil og heit og búast hefði mátt við. Kannski töldu fáir þeirra sem ekki eru „kynsegin“ (trans eða kynflæðandi) eða hafa sérstakan áhuga á hinseginmálum sér koma þetta við. Hér sem annarsstaðar voru áhyggjur af því að karlar færu að keppa í kvennaflokki í íþróttum afgreiddar sem transfóbía. Sömuleiðis voru vangaveltur um það hvort lögin myndu veita óprúttnum körlum aðgang að kvennafangelsum og kvennaathvörfum afskrifaðar sem bábiljur og hatur. Borgarstjórnarfulltrúi brást við hugleiðingum um það hvort karlar gætu þá ekki valsað um í búningsklefum kvenna með athugasemd í þá veru að konur þyrftu ekki að vera svona hræddar við að sjá typpi. Til hvers að vera að tala um það? Nú um helgina skapaðist umræða á samfélagsmiðlum út frá sögu um að 9 ára stúlkur í skólasundi hefðu rekist á karlmann í búningsklefanum. Frettin.is hafði það svo eftir forstöðumanni sundlaugar að samkvæmt leiðbeiningum mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar stæðu lög um kynrænt sjálfræði í vegi fyrir því að hægt væri að hindra karlmenn sem skilgreina sig sem konur í því að nota búningsaðstöðu kvenna. Í sömu umfjöllun var birt svar mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar við fyrirspurn um þetta, þar sem þessi stefna er staðfest. https://frettin.is/2023/09/29/stulkuborn-i-rimaskola-maettu-karlmanni-i-sturtuklefa-grafarvogslaugar/ Ég varpaði fram eftirfarandi tillögu á Facebook: Í þessu tilviki er til lausn sem allir ættu að geta vel við unað. Í stað kynjaskiptra búningsklefa verður boðið upp á klefa fyrir fólk af öllum kynjum með typpi og annan fyrir fólk af öllum kynjum með píku. Þá fara litlar stelpur ekki í kvennaklefann heldur í píkuklefann og með þeim allir karlmenn sem hafa píku en engin kona sem skartar typpi. Tillagan fékk litlar undirtektir en margir voru ósáttir við að ég skyldi vekja máls á þessu. Ástæðurnar sem netverjar gáfu fyrir því að atvikið ætti að liggja í þagnargildi eru aðallega eftirfarandi: Frásögnin er áreiðanlega upplogin enda frettin.is ekki fjölmiðill heldur ómerkilegt blogg öfgafólks. Langflest fólk með ódæmigerð kyneinkenni notar sérklefa þar sem þeir eru í boði, þessi atvik eru því svo sjaldgæf að það er ekki orð á þeim hafandi. Umræða um þessi mál er vatn á myllu þeirra sem hata hinsegin fólk. Hvað varðar þriðja liðinn þá er er ekki hægt að útiloka fordómafullt fólk frá samfélagsumræðu og reyndar er upplýst umræða frekar til þess fallin að draga úr fordómum en þögnin. Auk þess stórefast ég um að hinsegin og kynsegin fólki sé einhver greiði gerður með því að forðast umræðu um árekstra milli réttinda þess og viðhorfa samfélagsins eða hættuna á því að glæpamenn og dónar misnoti ófullkomin lög og undarlega stjórnsýsluframkvæmd. Ég skal éta úldna síld (ég treysti mér ekki í hattinn) upp á það að flest kynsegin fólk sé sammála því að ekki sé tímabært að bjóða stúlkubörnum í skólasundi upp á það að bera sig fyrir framan fólk með typpi. Þegar réttindi fárra rekast á við velsæmiskennd meirihlutans Að mínu viti skiptir ekki máli hver sagði söguna eða hversu algeng slík atviki eru. Það liggur fyrir svar frá mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar sem staðfestir, með vísun í mannréttindastefnu borgarinnar, að fólk með typpi megi nota búningsklefa kvenna. Samkvæmt skólastjóra og forstöðumanni sundlaugar gildir það líka á þeim tímum sem grunnskólabörn í skyldusundi nota aðstöðuna. Níu ára telpur geta þannig ekki afþakkað tillasýningar á skólatíma. Með öðrum orðum; hegðun sem fyrir 15 árum hefði kallast brot gegn blygðunarsemi flokkast nú sem mannréttindi þeirra sem hana stunda. Óháð því hvort stúlkubörnum í skyldunámi sé raunverulega boðið upp á búningsaðstöðu með fullorðnum limberum þá bjóða gildandi lög upp á það, að mati mannréttindastjórans. Í öllum samfélögum ríkja velsæmishugmyndir. Lög ná ekki alltaf utan um þær. Það er mismikið vit í þeim og þær geta verið dragbítur á réttindabaráttu og viðhorfsbreytingar. Á áttunda áratugnum varð samkynhneigt fólk fyrir því að missa vinnu og leiguhúsnæði, þegar komst upp um sambönd þess, einfaldlega af því að kynhegðun þess þótti ónáttúruleg þótt enginn yrði hennar var. Ég man eftir kaffistofuumræðum um það hvort fangar ættu virkilega að þurfa að þola það að samkynhneigðir fangaverðir gerðu líkamsleit á þeim. Þótt ég hefði engar áhyggjur af því sjálf að fangaverðir og löggur litu viðföng sín girndarauga þá skildi ég alveg að þessar aðstæður gætu sært blygðunarkennd einhverra. Viðhorfsbreytingar taka tíma. Ég efast ekki um að það komi að því að Þjóðkirkjan geti dustað rykið af teikningunum af Kristi hinum kynflæðandi, sem árið 2020 misbauð velsæmiskennd hennar tryggustu gesta. Kannski kemur líka að því að skólastelpum finnist ekkert óþægilegra að sjá typpi en að sjá rassa skólasystra sinna. En hvernig sem velsæmishugmyndir okkar verða eftir 10 ár eða 100 ár, þá lítur meirihlutinn almennt svo á, árið 2023, að konur eigi sem minnst að þurfa að verða varar við aðra tittlinga en þá sem þær velja meðvitað að berja augum og að smástelpur eigi helst aldrei að hafa fullvaxta tittling fyrir augunum. Það er hægt að leyfa tittlinga í kvennaklefum en það er ekki hægt að breyta velsæmishugmyndum almennings í einu vetfangi með lagasetningu eða skipun ofan frá. Lagatúlkun Mannréttindastjórans Núna um helgina hugsaði ég sem svo að það væri hægt að hindra aðgengi typpafólks að búningsklefum sem hingað til hafa kallast kvennaklefar með því að kenna búningsklefa við kynfæri í stað kyns. Ég skil að transkonu geti þótt óþægilegt að hátta sig með körlum en mér finnst réttara að fullorðnar konur með typpi takist á við viðkvæmni sína með því að fara í typpaklefann en að litlar stelpur þurfi að venja sig af viðkvæmni sinni með því að deila kvennaklefanum með typpakonum. En sennilega gengur mín lausn um typpa- og pikuklefa ekki upp heldur. Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010, gerir nefnilega ráð fyrir því að kynin séu tvö. Þar er t.d. talað um salerni fyrir hvort kyn, sturtur fyrir hvort kyn og „búningsaðstöðu karla“. Þetta er nú ekki beinlínis til að einfalda málin. Reglugerðin er náttúrulega skrifuð á þeim tíma sem kyn ákvarðaðist af líkamlegum eiginleikum en hún er nú samt í gildi, eins og stjórnarskráin sem gerir einnig ráð fyrir körlum og konum og engum öðrum kynjum. Og hvað þá? Sitja Reykvíkingar þá bara uppi með að útilokað sé að hindra aðgengi fólks með typpi að búningsklefum fólks sem ekki er með typpi? Sennilega. Í það minnsta á meðan Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur ekki rænu á að lesa lög um kynrænt sjálfræði í ljósi annarra laga, svosem barnaverndarlaga, grunnskólalaga og ákvæðis almennra hegningarlaga um brot gegn blygðunarsemi. Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar virðist ekki vita að þegar eitthvað hljómar eins og algert rugl, þá eru nokkuð góðar líkur á að það sé einmitt rugl. Það á t.d. við um þá túlkun Mannréttindastjóra að ekki sé hægt að skikka fólk með typpi til að nota annaðhvort búningsklefa karla eða sérklefa. Það er augljóslega rugl og enginn greiði við transfólk eða nokkurn minnihlutahóp. Líklega væri það brýnna þjóðþrifaverk að losna við rugludalla úr mannréttindastofnunum borgarinnar en typpalinga úr búningsklefum kvenna. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar