Åge um valið á Gylfa: „Mun hafa mjög góð og sterk áhrif“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 11:13 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir verðandi félagsskiptum Gylfa Þórs Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn í íslenska karlalandsliðið í fótbolta á nýjan leik. Gylfi er hluti af landsliði Íslands sem leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni og er Gylfi Þór þar á meðal. Gylfi lék síðast leik með íslenska landsliðinu þann 15.nóvember árið 2020 gegn Danmörku á Parken. Í apríl fyrr á þessu ári varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Hann hefur nú hafið atvinnumannaferil sinn á ný. Nú hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby og mun nú koma landsliðsferlinum aftur af stað. Gylfi hefur í tvígang farið með íslenska landsliðinu á stórmót, spilað 78 landsleiki og skorað í þeim leikjum 25 mörk. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vill hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið. „Ég hef rætt nokkrum sinnum við hann. Gyfli er einn besti leikmaður íslands frá upphafi. Hann meiddist á dögunum á baki en honum líður strax mjög vel. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Bæði Gylfi og Aron Einar eru í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið. Hefur Åge áhyggjur af því hvaða skilaboð það gæti sent til leikmanna sem hafa spilað mikið, spilað vel en eru ekki í hópnum? „Það hefur verið í huga mínum. Við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. En leikmenn vita hversu mikið áhrif Aron Einar og Gylfi hafa á aðra í kringum sig. Þú verður að vera í goðu formi til að geta æft með liðinu. Ég mun ræða við þá báða í vikunni, þeir hafa báðir verið að æfa og líður vel. Áður en ég kem til Íslands vil ég vera viss um að þeir geti æft með okkur og tekið vel þátt í okkar verkefni. Ég á ekki von á því að þeir byrji gegn Lúxemborg en geti vel tekið þátt gegn Liechtenstein.“ Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Sjá meira
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni og er Gylfi Þór þar á meðal. Gylfi lék síðast leik með íslenska landsliðinu þann 15.nóvember árið 2020 gegn Danmörku á Parken. Í apríl fyrr á þessu ári varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Hann hefur nú hafið atvinnumannaferil sinn á ný. Nú hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby og mun nú koma landsliðsferlinum aftur af stað. Gylfi hefur í tvígang farið með íslenska landsliðinu á stórmót, spilað 78 landsleiki og skorað í þeim leikjum 25 mörk. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vill hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið. „Ég hef rætt nokkrum sinnum við hann. Gyfli er einn besti leikmaður íslands frá upphafi. Hann meiddist á dögunum á baki en honum líður strax mjög vel. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Bæði Gylfi og Aron Einar eru í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið. Hefur Åge áhyggjur af því hvaða skilaboð það gæti sent til leikmanna sem hafa spilað mikið, spilað vel en eru ekki í hópnum? „Það hefur verið í huga mínum. Við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. En leikmenn vita hversu mikið áhrif Aron Einar og Gylfi hafa á aðra í kringum sig. Þú verður að vera í goðu formi til að geta æft með liðinu. Ég mun ræða við þá báða í vikunni, þeir hafa báðir verið að æfa og líður vel. Áður en ég kem til Íslands vil ég vera viss um að þeir geti æft með okkur og tekið vel þátt í okkar verkefni. Ég á ekki von á því að þeir byrji gegn Lúxemborg en geti vel tekið þátt gegn Liechtenstein.“
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Sjá meira