Styrkja rannsóknir og efla eftirlit með lagareldi Lovísa Arnardóttir skrifar 4. október 2023 12:01 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra birti í dag fyrstu heildstæðu stefnuna um uppbyggingu og umgjörð lagareldis. Vísir/Arnar Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar. Stefna ráðherra nær til ársins 2040 og fjallar um sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis, en það eru sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Um er að ræða drög sem eru í samráðsferli en stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessum þingvetri. Margt nýtt kemur fram í stefnunni en sem dæmi segir að leyfishafar muni greiða gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum sem á að skila tekjum til að standa undir stjórnsýslu, rannsóknum og vöktun málaflokksins auk innviðauppbyggingar sem honum fylgir. Gjaldið verður tengt afkomu og heimsmarkaðsverði. Gjaldinu verður skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Herða eftirlit og kröfur Stefnan er nokkuð ítarlegri hvað varðar sjókvíaeldi en það er aðeins vegna þess að greinin er komin lengst. Fram kom á kynningarfundi matvælaráðherra að það sama eigi svo að gilda um allar greinar en sem dæmi á að efla eftirlit töluvert. „Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það séu umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum. Þannig nú erum við að skýra mjög vel ramman utan um greinina,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að loknum fundi. Áhersla á strok Hún segir stóra málið núna vera strok og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. „Í þessum drögum gerum við ráð fyrir því að viðbrögð verði mjög eindregin og hafi beinlínis áhrif á þær heimilir sem fyrirtækin hafa.“ Skýrt kemur fram í stefnunni að skilgreina eigi svæði sem megi vera með eldi á og hversu margir megi starfa á hverju svæði. Einhverjir rekstraraðilar munu þurfa að færa sig um set. „Þetta er auðvitað ekki alveg nýtt fyrir þessum rekstraraðiðum sem finna fyrir því í sínu daglega starfi að það getur verið óheppilegt að deila svæði með öðrum aðila. Þannig við höfum ákveðin aðlögunartíma til að aðlagast því.“ Drögin að stefnunni eru nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda. Fiskeldi Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Landeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Stefna ráðherra nær til ársins 2040 og fjallar um sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir allar undirgreinar lagareldis, en það eru sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi og þörungarækt. Um er að ræða drög sem eru í samráðsferli en stefnt er að því að leggja fram frumvarp á þessum þingvetri. Margt nýtt kemur fram í stefnunni en sem dæmi segir að leyfishafar muni greiða gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum sem á að skila tekjum til að standa undir stjórnsýslu, rannsóknum og vöktun málaflokksins auk innviðauppbyggingar sem honum fylgir. Gjaldið verður tengt afkomu og heimsmarkaðsverði. Gjaldinu verður skipt á milli ríkis og sveitarfélaga. Herða eftirlit og kröfur Stefnan er nokkuð ítarlegri hvað varðar sjókvíaeldi en það er aðeins vegna þess að greinin er komin lengst. Fram kom á kynningarfundi matvælaráðherra að það sama eigi svo að gilda um allar greinar en sem dæmi á að efla eftirlit töluvert. „Við erum að herða umtalsvert kröfurnar og segja að við höfum ekki þolinmæði eða úthald gagnvart því að það séu umtalsverð frávik. Sama hvort það er í stroki, lús eða öðrum þáttum. Þannig nú erum við að skýra mjög vel ramman utan um greinina,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að loknum fundi. Áhersla á strok Hún segir stóra málið núna vera strok og hversu afgerandi viðbrögðin eigi að vera. „Í þessum drögum gerum við ráð fyrir því að viðbrögð verði mjög eindregin og hafi beinlínis áhrif á þær heimilir sem fyrirtækin hafa.“ Skýrt kemur fram í stefnunni að skilgreina eigi svæði sem megi vera með eldi á og hversu margir megi starfa á hverju svæði. Einhverjir rekstraraðilar munu þurfa að færa sig um set. „Þetta er auðvitað ekki alveg nýtt fyrir þessum rekstraraðiðum sem finna fyrir því í sínu daglega starfi að það getur verið óheppilegt að deila svæði með öðrum aðila. Þannig við höfum ákveðin aðlögunartíma til að aðlagast því.“ Drögin að stefnunni eru nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.
Fiskeldi Matvælaframleiðsla Sjókvíaeldi Landeldi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag. 4. október 2023 10:01