Innlent

Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðar­bungu

Jón Þór Stefánsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Fólk þarf ekki að fara að búa sig undir eldgos strax.
Fólk þarf ekki að fara að búa sig undir eldgos strax. Vilhelm

Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag.

 Í samtali við Vísi sagði fulltrúi veðurstofu að fyrsta mat væri að hann hefði verið um fjórir að stærð, en lokaniðurstöður leiddu í ljós skjálftinn var í raun að stærð 4,7.

Fulltrúi veðurstofu segir að um sé að ræða skjálfta sem sé nokkuð hefðbundinn fyrir Bárðarbungu. Því sé of snemmt að fara að spá fyrir um eldgos vegna hans.

Þá sagði hann að ekki hafi enn borist tilkynningar um að hann hafi fundist nokkurs staðar. Síðast þegar skjálfti af þessari stærð varð á svæðinu var í febrúar á þessu ári þegar skjálfti mældist 4,8 að stærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×