Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. október 2023 18:37 Kílómetragjald fyrir rafmagns- og vetnisbíla verða sex krónur frá og með áramótum ef frumvarpið nær í gegn. Vísir/Vilhelm/Baldur Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. Áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um frumvarp sem hann hyggst leggja fram um kílómetragjald á alla rafmagns- og vetnisbíla voru kynnt í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir tveggja króna kílómetragjaldi á tengiltvinnbíla og sex króna kílómetragjaldi á rafmagns- og vetnisbíla. Þannig er áætlað að eigendur slíkra bifreiða greiði sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og þeir sem aka bensín- og dísilbíla. „Ég fagna reyndar þessum áherslubreytingum stjórnvalda varðandi skattlagningu á ökutæki og FÍB lagði fram núna fyrr á árinu tillögur um kílómetragjald þannig að þetta er kannski angi af þessari hugmyndafræði, sem er jákvætt í sjálfu sér,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um gjaldið fyrirhugaða, en segir félagið hafa viljað sjá málið betur útfært. Til að mynda ræði um eitt fast gjald á alla rafknúna fólksbíla óháð þyngd og orkunotkun. Að auki sé gjaldið óeðlilega hátt í sumum tilvikum. „Og í einhverjum tilvikum er þetta hærra heldur en svokölluð notkunargjöld væru í gegnum eldsneyti af brunahreyfilsbílum,“ segir Runólfur. _______ „En þetta er auðvitað núna bara áfangi og það getur kannski tekið einhverjum breytingum í meðferðum þingsins,“ segir Runólfur, sem segir félagið ekki deila á þá hugmyndafræði að raf- og tengiltvinnbílar taki þátt í kostnaði við slit á vegakerfinu. Hann segir áformin þó jákvætt fyrsta skref. „Við teljum allavega að þessi hugmyndafræði, að fara yfir þessa kílómetrainnheimtu, sé jákvætt. Við fögnum því. Þá þarf bara útfærslan að koma betur fram en þetta er eitthvað sem, til framtíðar, mun væntanlega verða það skattaform sem við munum sjá varðandi skattlagningu á ökutækjaumferð. “ Runólfur segist hafa áhyggjur af því að gjaldið komi til með að draga óeðlilega mikið út hvatanum til orkuskipta. Að það gæti komið niður á áhuga landsmanna á orkubílum. Aðspurður hvort hann spái því að landsmenn muni leggja að jöfnu bíla sem drifnir eru áfram af raforku annars vegar og jarðefnaeldsneyti hins vegar segir Runólfur fólk nú þegar farið að reikna út hvort það borgi sig að skipa út rafbílnum. Sér í lagi fólk sem þurfi að aka langan veg daglega. Þá yrði næsti kostur neyslugrannur dísilbíll. „Og það er ekki hluti af markmiðasetningu stjórnvalda um orkuskipti og árangur í loftslagsmálum. Þannig að það þarf að hugsa þetta meira heildrænt, held ég,“ segir Runólfur að lokum. Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um frumvarp sem hann hyggst leggja fram um kílómetragjald á alla rafmagns- og vetnisbíla voru kynnt í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir tveggja króna kílómetragjaldi á tengiltvinnbíla og sex króna kílómetragjaldi á rafmagns- og vetnisbíla. Þannig er áætlað að eigendur slíkra bifreiða greiði sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og þeir sem aka bensín- og dísilbíla. „Ég fagna reyndar þessum áherslubreytingum stjórnvalda varðandi skattlagningu á ökutæki og FÍB lagði fram núna fyrr á árinu tillögur um kílómetragjald þannig að þetta er kannski angi af þessari hugmyndafræði, sem er jákvætt í sjálfu sér,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um gjaldið fyrirhugaða, en segir félagið hafa viljað sjá málið betur útfært. Til að mynda ræði um eitt fast gjald á alla rafknúna fólksbíla óháð þyngd og orkunotkun. Að auki sé gjaldið óeðlilega hátt í sumum tilvikum. „Og í einhverjum tilvikum er þetta hærra heldur en svokölluð notkunargjöld væru í gegnum eldsneyti af brunahreyfilsbílum,“ segir Runólfur. _______ „En þetta er auðvitað núna bara áfangi og það getur kannski tekið einhverjum breytingum í meðferðum þingsins,“ segir Runólfur, sem segir félagið ekki deila á þá hugmyndafræði að raf- og tengiltvinnbílar taki þátt í kostnaði við slit á vegakerfinu. Hann segir áformin þó jákvætt fyrsta skref. „Við teljum allavega að þessi hugmyndafræði, að fara yfir þessa kílómetrainnheimtu, sé jákvætt. Við fögnum því. Þá þarf bara útfærslan að koma betur fram en þetta er eitthvað sem, til framtíðar, mun væntanlega verða það skattaform sem við munum sjá varðandi skattlagningu á ökutækjaumferð. “ Runólfur segist hafa áhyggjur af því að gjaldið komi til með að draga óeðlilega mikið út hvatanum til orkuskipta. Að það gæti komið niður á áhuga landsmanna á orkubílum. Aðspurður hvort hann spái því að landsmenn muni leggja að jöfnu bíla sem drifnir eru áfram af raforku annars vegar og jarðefnaeldsneyti hins vegar segir Runólfur fólk nú þegar farið að reikna út hvort það borgi sig að skipa út rafbílnum. Sér í lagi fólk sem þurfi að aka langan veg daglega. Þá yrði næsti kostur neyslugrannur dísilbíll. „Og það er ekki hluti af markmiðasetningu stjórnvalda um orkuskipti og árangur í loftslagsmálum. Þannig að það þarf að hugsa þetta meira heildrænt, held ég,“ segir Runólfur að lokum.
Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira