Tímamót í Vesturbænum: Hræðilega sárt að selja „barnið hans Þóris“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2023 19:29 Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir fyrir framan Blómatorgið í Vesturbæ. Hún harmar mjög að þurfa að selja búðina og reksturinn. Vísir/Einar Elsta starfandi blómabúð landsins, sem hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni frá stofnun, er komin á sölu. Eigandi segir það skelfilega sárt að selja búðina en ekkert annað sé í stöðunni. Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að. Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir eigandi Blómatorgsins var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að afgreiða í búðinni. Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir hennar og stofnandi Blómatorgsins, rak þá búðina og hafði gert síðan 1949. Hann hóf rekstur sinn á að selja blóm út um lúgu á litlum skúr þarna á horni Birkimels og Hringbrautar, við Melavöllinn sáluga - þar sem oft var margt um manninn. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Blómatorgið á tímamótum má horfa á hér fyrir neðan. Þórir, sonur Sigurðar og maður Ástu, byrjaði þrettán ára að vinna í Blómatorginu með pabba sínum og tók alfarið við rekstrinum um 1990. „Og nú lést hann í desember á síðasta ári og þá fék ég eiginlega blómabúðina í fangið. Við getum sagt það. Og ég er með gott fólk í vinnu, meðal annars þessi tvö barnabörn mín hérna, sem hjálpa mér og nú er komið að því að ég get ekki haldið þessu áfram sjálf. Því miður verð ég að selja barnið hans Þóris, mannsins míns,“ segir Ásta. Þórir Sigurðsson, sem tók við rekstri Blómatorgsins af föður sínum, lést í desember í fyrra.úr einkasafni Er ekki eilíf og verður að selja Ákvörðun um sölu var því sannarlega ekki tekin af léttúð. „Það er bara mjög sárt og mér finnst það mjög erfitt. En ég verð, því ég er ekki eilíf. Og afkomendur mínir eru ekki tilbúnir að taka við og hann [Þórir] sagði það sjálfur við mig: ekki reyna að slíta þér út við þetta, haltu áfram í þínu.“ Vonarðu að það verði hérna áfram blómabúð, það er kannski ekki sjálfgefið? „Já, ég vona það svo sannarlega að það verði blómabúð. Og ég bara hvet til þess,“ segir Ásta. Svona muna Vesturbæingar margir eftir Blómatorginu, áður en skúrinn var rifinn og verslunin reis í nýrri mynd árið 2017. Þórir sjálfur hafði veg og vanda af þeirri uppbyggingu og náði fimm árum í nýja rýminu áður en hann lést.úr einkasafni Markús Marteinn Rúnarsson og Ásta Eir Sveinsdóttir, barnabörn Ástu og Þóris sem standa vaktina en hyggja ekki á feril í blómasölu, eru þegar full söknuðar. „Þetta hefur svo mikið mikilvægi innan fjölskyldunnar og það verður skrýtið að kveðja þetta,“ segir Markús. Ásta Eir tekur undir. „Ég tala oft við vini mína um búðina og er að monta mig smá. Þannig að ég mun ekki lengur geta montað mig af búðinni,“ segir Ásta Eir. Svona var um að litast á horni Birkimels og Hringbrautar þegar Sigurður Guðmundsson hóf blómasöluna. Melavöllurinn trekkti sannarlega að.
Verslun Tímamót Reykjavík Blóm Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun