Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 91-88 | Njarðvík hafði betur í hörkuleik Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2023 21:42 vísir/bára Njarðvík hafði betur gegn Stjörnunni í 1. umferð Subway-deildar karla. Leikurinn var í járnum og þrátt fyrir að Njarðvík hafi verið töluvert betri í fjórða leikhluta fékk Arnþór Freyr Guðmundsson tækifæri til að jafna en klikkaði. Leikurinn endaði með sigri Njarðvíkur 91-88. Eftir fjögur ár í Keflavík gekk Dominykas Milka til liðs við Njarðvíkur fyrir tímabilið. Milka gerði fyrstu körfu Njarðvíkur í leiknum með nákvæmlega eins körfu og hann er þekktur fyrir. Njarðvíkingar komust fimm stigum yfir en gestirnir voru ekki lengi að svara því með Arnþór Frey Guðmundsson í gír fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var gaman að fylgjast með nýja Bandaríkjamanni Njarðvíkur, Chaz Williams, sem byrjaði leikinn af krafti og kom að 15 af fyrstu 17 stigum heimamanna. Williams gerði sjálfur níu stig og gaf tvær stoðsendingar á Mario Matasovic sem setti niður þriggja stiga skot. Tilþrif leiksins komu í upphafi annars leikhluta þegar að Mario Matasovic varði sniðskot frá Ægi Steinarssyni og Williams setti niður þriggja stiga körfu strax í kjölfarið. Eftir því sem leið á annan leikhluta fór Stjarnan að spila betur. Í hálfleik var staðan jöfn 41-41. Af 41 stigi Njarðvíkur gerðu Williams og Matasovic 30 stig. Síðari hálfleikur fór líflega af stað. Gestirnir byrjuðu á að gera fyrstu fimm stigin en Njarðvík svaraði með sama bragði og gerði fimm stig í röð. Ægir Þór Steinarsson fór á kostum og keyrði yfir vörn Njarðvíkur í þriðja leikhluta. Ægir gerði þrettán stig í þriðja leikhluta og sá til þess að Stjarnan var fjórum stigum yfir þegar að haldið var í síðustu lotu 61-65. Heimamenn byrjuðu fjórða leikhluta af krafti og gerðu fyrstu níu stigin. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, reyndi að stöðva áhlaup Njarðvíkur með því að taka leikhlé en það hafði lítil áhrif Kanervo gerði sig sekan um ansi dýr mistök um miðjan fjórða leikhluta þegar hann fékk U-villu. Í einni sókn fór Njarðvík úr því að vera tveimur stigum yfir í að vera sex stigum yfir. Blóðugt fyrir gestina. Njarðvík var átta stigum yfir og með pálmann í höndunum þegar að 65 sekúndur voru eftir. Stjarnan náði á óskiljanlegan hátt að fá frábært tækifæri til þess að fá framlengingu. Arnþór Freyr fékk nokkuð opið þriggja stiga skot til þess að jafna en hitti ekki og leikurinn endaði með sigri Njarðvíkur 91-88. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík endaði þriðja leikhluta á að setja niður þriggja stiga körfu og byrjaði fjórða leikhluta á að gera fyrstu sjö stigin. Heimamenn voru því í bílstjórasætinu það sem eftir var leiks og náðu að halda leikinn út. Hverjir stóðu upp úr? Það er frábært fyrir deildina að Ægir Þór Steinarsson sé mættur. Ægir fór á kostum og endaði með 29 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Ægir gerði 13 stig í þriðja leikhluta og 2 stig í fjórða leikhluta. Chaz Williams, Bandaríkjamaður Njarðvíkur, stóð sig frábærlega. Williams dró vagninn fyrir heimamenn og gerði 31 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Stjarnan henti þessum leik frá sér með lélegri byrjun í fjórða leikhluta. Gestirnir voru fjórum stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gáfu svakalega mikið eftir. Það vantaði drápseðli í Njarðvíkinga. Heimamenn voru átta stigum yfir þegar að 65 sekúndur voru eftir en samt fékk besta skytta Stjörnunnar gott tækifæri til þess að jafna leikinn en klikkaði á lokaskotinu. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Haukar og Njarðvík. Arnar: Erum með þá stefnu að standa við allar greiðslur í Garðabænum Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap gegn Njarðvík í 1. umferð Subway-deildarinnar. „Við enduðum þriðja leikhluta illa og byrjuðum fjórða leikhluta illa og það var kafli sem fór með leikinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Við brutum mikið af okkur og þeir fengu víti og við vorum einnig að tapa boltanum. Á sama tíma voru Njarðvíkingar að nýta sín tækifæri vel sem við náðum ekki að stoppa. Það bjó til gat sem við vorum að elta allan tímann.“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum í þriðja leikhluta og gerði 13 stig en aðeins 2 stig í fjórða leikhluta. „Þeir spiluðu aðeins betri vörn á hann en hann klikkaði á tveimur skotum sem hann átti að setja ofan í. Síðan vorum við að leita mikið af skyttunum okkar þar sem við vorum komnir ofan í holu.“ Stjarnan er ekki með Kana eins og er en Arnar sagði að samkvæmt fjárhagsáætlun kæmi hann um áramótin. „Fjárhagsáætlunin segir Kani um áramótin. Þrátt fyrir að við séum að ganga í gegnum meiðsli þá býr það ekki til pening eitt og sér. Annað hvort þurfum við að safna fyrir því þar sem við höfum valið það í Garðabænum að standa við allt. Laun leikmanna, þjálfara og allan kostnað og það fá allir greitt. Á meðan peningurinn er ekki til þá er ekki Kani á leiðinni en ef að það kemur peningur þá finnum við Kana,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan
Njarðvík hafði betur gegn Stjörnunni í 1. umferð Subway-deildar karla. Leikurinn var í járnum og þrátt fyrir að Njarðvík hafi verið töluvert betri í fjórða leikhluta fékk Arnþór Freyr Guðmundsson tækifæri til að jafna en klikkaði. Leikurinn endaði með sigri Njarðvíkur 91-88. Eftir fjögur ár í Keflavík gekk Dominykas Milka til liðs við Njarðvíkur fyrir tímabilið. Milka gerði fyrstu körfu Njarðvíkur í leiknum með nákvæmlega eins körfu og hann er þekktur fyrir. Njarðvíkingar komust fimm stigum yfir en gestirnir voru ekki lengi að svara því með Arnþór Frey Guðmundsson í gír fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var gaman að fylgjast með nýja Bandaríkjamanni Njarðvíkur, Chaz Williams, sem byrjaði leikinn af krafti og kom að 15 af fyrstu 17 stigum heimamanna. Williams gerði sjálfur níu stig og gaf tvær stoðsendingar á Mario Matasovic sem setti niður þriggja stiga skot. Tilþrif leiksins komu í upphafi annars leikhluta þegar að Mario Matasovic varði sniðskot frá Ægi Steinarssyni og Williams setti niður þriggja stiga körfu strax í kjölfarið. Eftir því sem leið á annan leikhluta fór Stjarnan að spila betur. Í hálfleik var staðan jöfn 41-41. Af 41 stigi Njarðvíkur gerðu Williams og Matasovic 30 stig. Síðari hálfleikur fór líflega af stað. Gestirnir byrjuðu á að gera fyrstu fimm stigin en Njarðvík svaraði með sama bragði og gerði fimm stig í röð. Ægir Þór Steinarsson fór á kostum og keyrði yfir vörn Njarðvíkur í þriðja leikhluta. Ægir gerði þrettán stig í þriðja leikhluta og sá til þess að Stjarnan var fjórum stigum yfir þegar að haldið var í síðustu lotu 61-65. Heimamenn byrjuðu fjórða leikhluta af krafti og gerðu fyrstu níu stigin. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, reyndi að stöðva áhlaup Njarðvíkur með því að taka leikhlé en það hafði lítil áhrif Kanervo gerði sig sekan um ansi dýr mistök um miðjan fjórða leikhluta þegar hann fékk U-villu. Í einni sókn fór Njarðvík úr því að vera tveimur stigum yfir í að vera sex stigum yfir. Blóðugt fyrir gestina. Njarðvík var átta stigum yfir og með pálmann í höndunum þegar að 65 sekúndur voru eftir. Stjarnan náði á óskiljanlegan hátt að fá frábært tækifæri til þess að fá framlengingu. Arnþór Freyr fékk nokkuð opið þriggja stiga skot til þess að jafna en hitti ekki og leikurinn endaði með sigri Njarðvíkur 91-88. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík endaði þriðja leikhluta á að setja niður þriggja stiga körfu og byrjaði fjórða leikhluta á að gera fyrstu sjö stigin. Heimamenn voru því í bílstjórasætinu það sem eftir var leiks og náðu að halda leikinn út. Hverjir stóðu upp úr? Það er frábært fyrir deildina að Ægir Þór Steinarsson sé mættur. Ægir fór á kostum og endaði með 29 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Ægir gerði 13 stig í þriðja leikhluta og 2 stig í fjórða leikhluta. Chaz Williams, Bandaríkjamaður Njarðvíkur, stóð sig frábærlega. Williams dró vagninn fyrir heimamenn og gerði 31 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Stjarnan henti þessum leik frá sér með lélegri byrjun í fjórða leikhluta. Gestirnir voru fjórum stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung en gáfu svakalega mikið eftir. Það vantaði drápseðli í Njarðvíkinga. Heimamenn voru átta stigum yfir þegar að 65 sekúndur voru eftir en samt fékk besta skytta Stjörnunnar gott tækifæri til þess að jafna leikinn en klikkaði á lokaskotinu. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Þór Þorlákshöfn í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Haukar og Njarðvík. Arnar: Erum með þá stefnu að standa við allar greiðslur í Garðabænum Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með tap kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap gegn Njarðvík í 1. umferð Subway-deildarinnar. „Við enduðum þriðja leikhluta illa og byrjuðum fjórða leikhluta illa og það var kafli sem fór með leikinn,“ sagði Arnar Guðjónsson og hélt áfram. „Við brutum mikið af okkur og þeir fengu víti og við vorum einnig að tapa boltanum. Á sama tíma voru Njarðvíkingar að nýta sín tækifæri vel sem við náðum ekki að stoppa. Það bjó til gat sem við vorum að elta allan tímann.“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum í þriðja leikhluta og gerði 13 stig en aðeins 2 stig í fjórða leikhluta. „Þeir spiluðu aðeins betri vörn á hann en hann klikkaði á tveimur skotum sem hann átti að setja ofan í. Síðan vorum við að leita mikið af skyttunum okkar þar sem við vorum komnir ofan í holu.“ Stjarnan er ekki með Kana eins og er en Arnar sagði að samkvæmt fjárhagsáætlun kæmi hann um áramótin. „Fjárhagsáætlunin segir Kani um áramótin. Þrátt fyrir að við séum að ganga í gegnum meiðsli þá býr það ekki til pening eitt og sér. Annað hvort þurfum við að safna fyrir því þar sem við höfum valið það í Garðabænum að standa við allt. Laun leikmanna, þjálfara og allan kostnað og það fá allir greitt. Á meðan peningurinn er ekki til þá er ekki Kani á leiðinni en ef að það kemur peningur þá finnum við Kana,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti